Fréttir
NORA auglýsir verkefnastyrki 2016, síðari úthlutun
Markmið með starfi Norræna Atlantshafssamstarfsins (NORA) er að efla samstarf á svæðinu. Ein af leiðunum að því marki er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna með þátttakendur frá að minnsta kosti tveimur af fjórum aðildarlöndum NORA (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og Noregi).
Nú auglýsir NORA eftir umsóknum um styrki með umsóknarfrest mánudaginn 3. október 2016.
Í stefnuyfirlýsingu NORA – „NORAs strategiprogram“, sem nú má sjá á síðunni www.nora.fo, má finna þrjár megináherslur starfseminnar á tímabilinu 2012-2016:
- Efla sterku hliðarnar með því að styðja sjálfbæra þróun í hefðbundnum atvinnugreinum svæðisins. Það sé gert með því að styrkja nýsköpunarverkefni á sviði sjávarútvegs, t.d. verkefni með áherslu á hámarksnýtingu afurða eða á vannýttar tegundir.
- Að opna nýja möguleika og efla fjölbreytileika með því að styrkja verkefni þar sem unnið er að þróun nýrrar framleiðsluvöru, framleiðsluaðferða og aðferða við markaðssetningu svo og annarri nýsköpun sem stuðlar að fjölbreytileika, t.d. innan ferðaþjónustu, landbúnaðar og orkugeira.
- Að sigra fjarlægðir er mikilvægt viðfangsefni á NORA-svæðinu. Það er gert með því að styrkja verkefni sem snerta fjarskipti og upplýsingatækni, samgöngur og flutninga. Það gætu til að mynda verið verkefni sem bjóða upp á nýjar aðferðir á sviði upplýsingatækni sem henta sérstaklega vel á svæðinu.
Stuðningur NORA er að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og að hámarki í þrjú ár. Skilyrði er samtarf a.m.k. tveggja þátttökulanda.
Þetta er síðasti umsóknarfrestur núgildandi stefnuyfirlýsingar, sem rennur út í lok þessa árs. Þess vegna hvetur NORA umsækjendur til að senda inn umsóknir vegna verkefna sem eru til eins árs. Þó er velkomið að senda inn framhaldsumsóknir (vegna verkefna sem þegar hafa fengið styrk).
Þá hvetur NORA sérstaklega til að sendar verði styrkumsóknir vegna verkefna sem snerta þriðja áhersluþáttinn, „að sigra fjarlægðir“, sem sagt verkefni þar sem lögð er áhersla á flutninga, samgöngur og upplýsingatækni sem lausnir á þeim áskorunum sem íbúar á NORA-svæðinu standa frammi fyrir.
Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu NORA, www.nora.fo
Þar er einnig að finna leiðbeiningar undir valtakkanum „Leiðbeiningar um verkefnastyrki“ („Guide til projektstøtte“), auk þess sem umsækjendum er velkomið að leita ráðgjafar og upplýsinga á skrifstofu NORA í Færeyjum og/eða á Byggðastofnun sem er landskrifstofa NORA.
Umsókn sendist rafrænt á netfangið noraprojekt@nora.fo
Nánari upplýsingar veitir tengiliður NORA á Íslandi, Sigríður K. Þorgrímsdóttir á Byggðastofnun, netfang sigga@byggdastofnun.is og sími 455 5400
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember