Fréttir
Níu samstarfsverkefni hlutu styrk frá NORA í fyrri úthlutun 2016
Á ársfundi NORA sem haldinn var í Noregi í lok maí sl. var samþykkt að styrkja níu samstarfsverkefni. Nemur styrkfjárhæðin alls tæpum 2,8 milljónum danskra króna, eða tæpum 50 mkr.
Íslendingar taka þátt í öllum verkefnunum og leiða sum þeirra, en íslensk þátttaka í NORA-verkefnum er ávallt mjög góð. Sex af níu verkefnum hlutu framhaldsstyrk, en hægt er að sækja um styrk að hámarki til þriggja ára, með því að endurnýja umsókn árlega.
Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru (tekið er fram ef íslensk fyrirtæki leiða verkefnin):
Kortlagning hafsbotnsins: Þróa og innleiða aðferðir til að kortleggja lífríki hafsbotnsins og kynnast betur líffræðilegum fjölbreytileika þess.
Aukið virði: Nýting þörunga í snyrtivöruiðnaði og matvælum, vöruþróun og markaðssetning.
Vestnorrænn umræðuvettvangur um „Blue Bioeconomy“, sem er ný nálgun í rannsóknum þar sem horft er saman á nýtingu hafsins og hagfræði. Festa á hugtakið í sessi í norrænni samvinnu. Matís leiðir þetta verkefni.
Köfun á heimskautssvæðinu: Samstarf ferðaþjónustu, stoðkerfis atvinnulífs, rannsóknargeira og stofnana til að setja á fót köfunarmiðstöðvar á NORA-svæðinu. Arctic Portal leiðir þetta verkefni.
Ljósmyndaleiðangur Íslands og Færeyja: Samstarf um framboð á ferðum fyrir ljósmyndara til beggja landa til að taka myndir. Arctic Exposure leiðir þetta verkefni.
Leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustu: Leiðbeiningarnar snúa annars vegar að samfélaginu og hins vegar að sjálfbærni. Hugsunin er að ferðaþjónustan og samfélögin spili betur saman og að fyrirtækin geti sýnt fram á ábyrga hegðun gagnvart umhverfi (náttúru) og samfélagi.
Stafrænt norður: Gefa á út kennsluefni á netinu á fjórum tungumálum, íslensku færeysku og grænlensku, sem og dönsku.
SEAS: Bjóða á upp á tæknilausnir til að draga úr mengun hafsins með því að nota endurnýjanlegan orkugjafa. Háskóli Íslands leiðir verkefnið.
Vatnsbúskapur á heimskautssvæðinu: Sjónum er beint að svæðum þar sem vatn er ekki í miklum mæli. Greina á og þróa mögulegar lausnir.
Næsti umsóknarfrestur vegna styrkja til samstarfsverkefna verður mánudagurinn 3. október, nánar auglýst síðar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember