Fréttir
Niðurstöður rýnihópaviðtala í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar birtar
Byggðaþróunarverkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar er hluti af verkefnum Brothættra byggða í samstarfi Byggðastofnunar, landshlutasamtaka, sveitarfélaga og íbúa í hverju byggðarlagi. Verkefnið er nú í lokaáfanga en gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki formlega í árslok 2022 þegar Byggðastofnun mun draga sig í hlé í verkefninu. Samkvæmt samningi um verkefnið hafði Byggðastofnun áætlað að draga sig í hlé í lok árs 2021 en verkefnið var framlengt um eitt ár að beiðni heimamanna í Dýrafirði og Ísafjarðarbæjar. Í tilefni af framlengingu var ákveðið að gera nokkurs konar stöðumat á verkefninu og greina sóknarfæri til framtíðar. Í þessu skyni var m.a. ákveðið að boða til rýnihópaviðtala meðal íbúa til að laða fram viðhorf íbúa til verkefnisins og mat þeirra á framvindu þess og sóknarfærum. Viðtölin fóru fram í lok nóvember og byrjun desember 2021. Alls voru fimm rýnihópaviðtöl tekin við fulltrúa íbúa í Dýrafirði auk fulltrúa í verkefnisstjórninni. Í hverjum rýnihópi voru fimm til níu þátttakendur en alls tóku um 40 íbúar þátt í rýnihópaviðtölunum. Alls lágu tíu spurningar til grundvallar.
Í heild má segja að niðurstöður rýnihópaviðtalanna hafi verið einkar jákvæðar og veki bjartsýni um að sá kraftur sem einkennir íbúa byggðarlagsins muni leiða til þess að markmiðum verði náð og að íbúar og samfélag færist nær þeirri framtíðarsýn sem íbúar settu fram í upphafi verkefnisins ÖvD.
Í öllum rýnihópunum kom fram mikil ánægja með að verkefnisstjóri væri staðsettur á Þingeyri. Verkefnisstjóri hafi liðsinnt íbúum vel m.a. í frumkvæðisverkefnum og gott væri að leita til hans með hvers kyns áskoranir. Styrkhafar úr Frumkvæðissjóði ÖvD hafa sumir hverjir sótt um styrki í stærri sjóði vegna frumkvæðisverkefna með aðstoð verkefnisstjóra og dæmi eru um að það hafi borið jákvæðan árangur. Þátttakendur voru sammála um að það skipti sköpum í verkefninu að geta sótt um styrki fyrir hvers kyns frumkvæðisverkefni.
Í viðtölunum var rætt um þátt Ísafjarðarbæjar í verkefninu og óskað eftir ákveðnari aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu á viðbótarári þess. Þar skipti máli að hugsa í lausnum til framtíðar og að „stóru málin” fái aukna athygli og umræðu í þeim tilgangi að stuðla að skilvirkari og hraðari afgreiðslu erinda s.s. er snerta skipulags-, lóða og húsnæðismál. Húsnæðismál og skortur á íbúðar- og atvinnuhúsnæði töldu þátttakendur vera eina helstu hindrunina í því að byggðarlagið gæti talist fjölskylduvænt. Huga þyrfti almennt að auknu framboði á þjónustu, m.a. vegna aukins ferðamannastraums og bent á að innviðir/þjónusta sé löngu sprungin. Enn fremur væri ferðamannatíminn sífellt að lengjast og þörf væri á að fara í markaðsherferð með samstilltu átaki heimamanna. Slíka markaðsherferð mætti byggja á markaðssókn Dýrafjarðar á Lonely Planet viðurkenningunni.
Í mörgum hópunum kom fram að brýnt væri að bæta aðgengi íbúa að upplýsingum um gang mála í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar. Enn fremur að beina þyrfti sjónum í auknum mæli að málefnum barna, ungmenna og ungs fólks í byggðarlaginu. Margt fleira bar á góma og má þar nefna Blábanka, þjóðgarð, laxeldi og leit að jarðvarma. Jafnframt var bent var á að sóknarfæri væru fólgin í að koma málefnum Dýrfirðinga og verkefnisáætlun ÖvD til umræðu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022.
Umræður í rýnihópunum voru líflegar og þátttakendur lögðu sig fram um að taka virkan þátt í skoðanaskiptum um málefni byggðarlagsins. Þátttakendum eru færðar bestu þakkir fyrir jákvæða og gagnlega rýni um framvindu verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar ásamt lausnamiðaðri nálgun varðandi sóknarfæri byggðarlagsins.
Heildarniðurstöður úr rýnihópaviðtölum eru birtar í greinargerð sem sjá má hér.
Á myndinni má sjá verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjaðrar í desember s.l. Myndina tók Kristján Þ. Halldórsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember