Fara í efni  

Fréttir

Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar 2008 og 2009.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda.  Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra.  Áformað er að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem verður ráðstafað á sama hátt.Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni á viðkomandi svæðum.  Umsækjendur geta verið sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar.  Hámarksstyrkur er 8 milljónir króna, þó aldrei hærri en 50% af viðurkenndum heildarkostnaði verkefnisins.  Hámarks hlutafé er 8 milljónir króna, þó að hámarki 50% af heildarhlutafé. 

Styrkir verða veittir til: Stofnkostnaðar annars en kaupa/byggingar húsnæðis, véla og tækja.  Þróunarkostnaðar á vöru og/eða þjónustu Markaðssetningar á vöru og/eða þjónustu.

Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna, sköpunar nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til.  Ekki er um að ræða styrki/hlutafé til menntunar- og rannsóknarverkefna.  Nánari upplýsingar um mat á umsóknum má finna hér. Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast hér.  Umsóknum skal skila fyrir 19. febrúar til atvinnuþróunarfélaga eða samtaka sveitarfélaga á viðkomandi svæði. 

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi http://www.ssv.is/ sími: 437-1318

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Árnagötu 2-4, 400 Ísafjörður http://www.atvest.is/ sími: 450-3000

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, http://www.ssnv.is/ sími 455-2510

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Skipagata 9, 600 Akureyri,  http://www.afe.is/ sími: 460-5700

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík, http://www.atting.is/ sími: 464-0415

Þróunarfélag Austurlands, Miðvangi 2, 700 Egilsstöðum,  http://www.austur.is/ sími: 471-2545

Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss,  http://www.sudur.is/ sími: 480-8210

Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavellir 12B, 230 Reykjanesbær http://www.sss.issími 420-3288


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389