Fréttir
Menntun fólks eftir landshlutum
Landshlutasamtök sveitarfélaga undirbúa nú gerð sóknaráætlana fyrir landshlutana. Á Byggðastofnun er m.a. unnið að greiningu á upphafsstöðu í landshlutunum í nokkrum mikilvægum samfélagsþáttum. Einn þessara þátta er menntun íbúa sem þykir gefa vísbendingu um forsendu fyrir nýsköpun og samkeppnishæfni svæðis. Byggðastofnun fékk fyrirtækið Capacent til að taka saman úr gögnum sínum tölur um menntun fólks eftir landshlutum. Capacent spyr í ýmsum könnunum sínum um menntun og því telst upplýsingagrunnurinn vera marktækur þó þurft hafi að fara aftur til 2011 til þess að fá marktækt úrtak. Niðurstöður sýna markverðan mun á milli landshluta. Aldrei áðar hafa þessar upplýsingar verið teknar saman.
Höfuðborgarsvæðið sker sig úr að því leyti að mun hærra hlutfall íbúa hefur lokið grunn- og framhaldsnámi í háskóla og mun lægra hlutfall íbúa hefur látið duga grunnskólanám eða minna.
Suðurnes. Hlutfall íbúa með háskólapróf er undir landsmeðaltali en hlutfall karla með iðnmenntun er hærra en landsmeðaltal. aðeins hærra hlutfall kvenna með stúdentspróf sem hæstu prófgráðu og áberandi hærra hlutfall íbúa sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi eða minna.
Vesturland: Mun lægra hlutfall en landsmeðaltal hefur lokið háskólanámi, mun hærra hlutfall karla með iðnmenntun, hærra hlutfall kvenna sem lokið hafa starfsnámi í framhaldsskóla og áberandi hærra hlutfall sem aðeins hefur lokið grunnskólanámi eða minna.
Vestfirðir: Í samanburði við landsmeðaltal eru mun lægra hlutfall sem lokið hefur háskólanámi, sérstaklega meðal karla, en hins vegar hefur hærra hlutfall karla lokið iðnnámi. Þá hefur hærra hlutfall lokið starfsnámi í framhaldsskóla en á landsvísu en sérstaklega athygli vekur hlutfall kvenna, langt umfram landsmeðaltal, sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi eða minna á meðan hlutfall karla í þeim menntunarflokki er aðeins lítillega yfir landsmeðaltali.
Norðurland vestra: Í samanburði við landsmeðaltal er mun lægra hlutfall sem lokið hafa háskólanámi, þó ekki muni ýkja miklu þegar horft er á grunnnám í háskóla meðal kvenna. Á hinn bóginn er mun hærra hlutfall iðnmenntaðra karla en að landsmeðaltali. Á móti kemur að hlutfall karla með stúdentspróf eru nokkuð lægra en á landsvísu. Þá er hlutfall þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi eða minna mun hærra en landsmeðaltal.
Norðurland eystra: Í samanburði við landsmeðaltal er hlutfall þeirra sem lokið hafa háskólaprófi lægra og nokkuð fleiri sem lokið hafa starfsnámi í framhaldsskóla eða hafa grunnskólapróf eða minna. Að öðru leiti er svæðið nokkuð í takt í landsmeðaltalið.
Austurland: Í samanburði við landsmeðaltal eru mun lægra hlutfall þeirra sem lokið hafa háskólanámi og nokkuð hærra hlutfall kvenna með iðnmenntun. Þá er heldur lægra hlutfall með stúdentspróf sem hæstu prófgráðu en á móti kemur að það eru verulega hærra hlutfall aðeins með grunnskólapróf eða minna en á landsvísu.
Suðurland: Í samanburði við landsmeðaltal eru mun færri sem lokið hafa háskólanámi og mun hærra hlutfall karla með iðnmenntun. Mun fleiri en á landsvísu sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi eða minna og er áberandi hátt hlutfall kvenna í þessum menntunarhóp athyglisvert.
Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá þær í hærri upplausn.
Karlar | Konur |
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember