Fara í efni  

Fréttir

Menntun - almennt

Í þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001 segir:

"Menntun á landsbyggðinni verði stórefld, sérstaklega hvað varðar verklegar greinar tengdar atvinnulífinu og tölvunám. Jafnframt verði bætt skilyrði þess fólks sem sækja verður nám utan heimabyggðar sinnar. Námsráðgjöf verði aukin. Komið verði á samstarfi atvinnulífs og skóla á landsbyggðinni um endur- og símenntun og stuðlað að því að allir eigi tækifæri á að afla sér nýrrar þekkingar, meðal annars í samræmi við breytingar í atvinnuháttum. Möguleikar fjarkennslu verði að fullu nýttir.

Menntun á háskólastigi verði tekin upp þar sem kostur er, meðal annars með samningum milli framhalds- og háskóla. Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands hafi á boðstólum fjölþættar námsgreinar sem taki mið af þörfum atvinnulífsins, þar með talið í ferðaþjónustu. Enn fremur verði rannsóknir efldar er stuðli að nauðsynlegri fjölgun háskóla- og sérskólamenntaðs fólks í fyrirtækjum, meðal annars með stofnun atvinnudeildar við Háskólann á Akureyri. Tekin verði upp kennsla á háskólastigi í byggðamálum með stofnun sérstakrar námsbrautar eða sem hluti af kennslu við námsbraut sem fyrir er. Á Austurlandi og Vestfjörðum verði nám á háskólastigi í boði svo fljótt sem verða má."

Með fjarnámi gefst nemendum kostur á að afla sér ýmis konar menntunar í heimabyggð sinni, og eru þá minni líkur á að þeir flytji brott úr byggðarlaginu að loknu námi. Einnig er það mikilvægur þáttur í atvinnuuppbyggingu að auka þekkingu á sviði atvinnuveganna. Fjarfundabúnaður Byggðastofnunar, svonefnd Byggðabrú, hefur gegnt miklu hlutverki í tilraunum við fjarkennslu sem gerðar hafa verið. Þessar tilraunir hafa gefist vel og mun Byggðabrúin í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki á þessu sviði. Byggðastofnun tekur þátt í fræðsluneti í Norðurlandskjördæmi vestra.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389