Fara í efni  

Fréttir

Meistararitgerð um reynslu og framtíðarsýn múslímskra kvenna af arabískum uppruna sem búa á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins

Meistararitgerð um reynslu og framtíðarsýn múslímskra kvenna af arabískum uppruna sem búa á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins
Fayrouz Nouh

Nú á vormánuðum lauk Fayrouz Nouh meistaranámi frá hug- og félagsvisindasviði Háskólans á Akureyri. Lokarannsókn hennar nefnist „Arab Muslim Immigrant Women in Iceland outside the capital area. Immigrant experiences and future expectations“. Rannsóknin hlaut styrk úr sjóði Byggðastofnunar, en sá sjóður veitir styrki til meistaranema sem vinna lokarannsókn sína á sviði byggðamála. Rannsókn Fayrouz er að mati Byggðastofnunar þarft innlegg í rannsóknir og umræðu á sviði byggðamála og varpar ljósi á aðstæður fólks úr ólíkum menningarheimum sem sest hér að.  Hún er áminning um það að við erum gjörn á að setja ólíka hópa undir sama hatt, en ekki út frá forsendum hvers og eins.

Markmiðið með rannsókninni var að skoða reynslu múslímskra kvenna af arabískum uppruna sem hafa sest að á Íslandi, utan höfuðborgarsvæðisins. Niðurstöðurnar eru m.a. þær að þessum hópi kvenna vegni almennt vel hér á landi, en enn vanti upp á að þær hafi aðlagast samfélaginu. Ýmsar menningar- og samfélagslegar hindranir hægja á þeirri aðlögun. Þar vega ýmsir þættir þungt, eins og ólíkt umhverfi, menningarmunur, ólík gildi hvað varðar kynhlutverk og barnauppeldi, tungumálaörðugleikar, klæðaburður og skólaganga barna og framtíð þeirra, allt eru þetta áskoranir sem þessi hópur kvenna þarf að takast á við.

Samhliða því að vilja halda þjóðernislegri sérstöðu sinni, vilja konurnar aðlagast nýju samfélagi upp að vissu marki. Trúin skiptir þær miklu máli og að fylgja íslömskum hefðum þrátt fyrir aðra siði í nýju landi. Þessi togstreita hefur áhrif á þætti eins og klæðaburð, umgengni við hitt kynið, möguleika á starfi og á fjölskyldulíf þeirra almennt. Á hinn bóginn skipti máli hve lengi konurnar hafa átt heima hér á landi, því lengur sem þær hafa búið hér, því betur hafa þær aðlagast íslenskum venjum.

Stuðningur við þennan hóp kvenna er mikilvægur. Sé samfélagið jákvætt gagnvart þeim þá hvetur það þær til að læra tungumálið og aðlagast samfélaginu. Samhliða er tungumálið letjandi þáttur varðandi samskipti við Íslendinga og þátttöku í samfélaginu og tungumálaörðugleikar útiloka þær á vissan hátt. Það bendir til þess að ef þessar konur lærðu betur íslensku þá myndi það auðvelda aðlögun þeirra.

Í rannsókninni var þáttur flóttakvenna skoðaður sérstaklega. Í ljós kom að eins árs stuðningur nægir ekki og stuðningur þyrfti að aukast, eigi þær að aðlagast samfélaginu. Á þessu fyrsta ári fá flóttakonurnar fræðslu um íslenskt samfélag og læra íslensku. Þessum stuðningi lýkur eftir fyrsta árið í landinu. Þar með standa þær einar uppi með skelfilegar minningar frá stríðshrjáðum heimaslóðum og mikla vanlíðan. Þær fyllast söknuði eftir fjölskyldu og vinum og þessi líðan eykur á einangrun þeirra á nýjum slóðum. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að þessi hópur þurfi stuðning til lengri tíma en eins árs.

Eins er það niðurstaða höfundar að uppbygging íslenska skólakerfisins valdi konum af arabískum uppruna miklum áhyggjum. Það væri því þarft að skólinn bjóði upp á meiri fræðslu um sjálft skólakerfið fyrir þennan hóp. Eins þyrfti skólinn að hafa forgöngu um það að minnka bilið milli hópa og tengja börn þessara kvenna betur inn í skólann.

Niðurstöður eru einnig þær að fræðsla um þennan minnihlutahóp sé nauðsynleg til að auka þekkingu og skilning í íslensku samfélagi á kjörum hans, sérstaklega meðal ungs fólks. Til dæmis gætu stjórnvöld gert átak í að kynna arabíska og íslamska menningu.

Lokaritgerðina má nálgast hér

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389