Fréttir
Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2023-2074 á sveitarfélagagrunni
Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2023-2074 á sveitarfélagagrunni hefur verið gefin út. Um er að ræða niðurbrot mannfjöldaspár Hagstofu Íslands á sveitarfélög og er þetta í fjórða sinn sem Byggðastofnun gefur út mannfjöldaspá með þessum hætti.
Mannfjöldaspáin er gerð með mannfjöldalíkani Byggðastofnunar sem er slembilíkan og byggir á hlutlægum aðferðum og notast eingöngu við söguleg gögn, þ.e. engar forsendur eru fyrirfram gefnar og hvergi er notast við sérfræðiálit. Mannfjöldalíkan Byggðastofnunar byggir því á því „að fram haldi sem horfir“. Niðurstöður mannfjöldaspárinnar eru settar fram sem meðaltal og 80% spábil 10.000 slembiúrtaka líkansins og skalað við miðgildi mannfjöldaspár Hagstofu Íslands.
Opinber gögn frá Hagstofu Íslands um mannfjölda, búferlaflutninga, fæðingar og dauðsföll eru notuð sem inntaksgögn fyrir mannfjöldalíkanið. Leiðrétt er fyrir ofmati á skráðum mannfjölda til samræmis við manntöl Hagstofu Íslands frá 2011 og 2021.
Spásvæðin eru alls 124 og samanstanda af 64 sveitarfélögum og 60 öðrum spásvæðum sem skiptast niður í sex mismunandi svæðaskipanir. Mannfjöldaspáin gefur fjölda fyrir hvern aldur frá 0-99 ára og safnflokk fyrir 100 ára og eldri.
Mannfjöldaspáin nær frá 1. janúar 2023 til 1. janúar 2074, eða 51 ár fram í tímann. Spáin gefur til kynna að fólki fjölgi hraðast á höfuðborgarsvæðinu en hægar á öðrum svæðum og að búast megi við fólksfækkun víða á landsbyggðunum þegar líða tekur á spátímabilið. Hafa ber í huga að óvissa þessarar mannfjöldaspár er töluverð og hún hefur tilhneigingu til að ofmeta mannfjölda minnstu sveitarfélaganna sem eru með innan við 300 íbúa. Fyrir önnur sveitarfélög og svæði getur hún þó gefið þokkalega mynd af mannfjöldaþróun til skemmri tíma, t.d. 15 ára, en taka verður niðurstöðum til lengri tíma með fyrirvara.
Höfundur mannfjöldaspár Byggðastofnunar er Einar Örn Hreinsson.
Skýrslu um mannfjöldaspá Byggðastofnunar má nálgast hér að neðan í nokkrum hlutum. Spána má einnig skoða í mælaborði Byggðastofnunar. Hægt er að óska eftir gögnum með því að senda beiðni á postur@byggdastofnun.is.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember