Fréttir
Mannfjöldabreytingar 2008-2009
Mannfjöldabreytingar, október 2008 – október 2009
Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar um áætlaðan fólksfjölda þann 1. október sl. ávef sínum. Fram kemur að íbúum á Íslandi hefur fækkað um 1.263 frá 1. október 2008 eða 0,39%. Áhugavert er að fylgjast með hvaða breytingar hafa orðið á fólksfjöldabreytingum á landinu frá bankahruni. Á fyrstu mánuðunum eftir bankahrunið í október 2008 fjölgaði íbúum utan höfuðborgarsvæðisins nokkuð á meðan þeim fækkaði á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasvæðum þess. Sú þróun hefur að miklu leiti stöðvast og jafnvel snúist við. Mesta athygli vekur fólksfjölgun á Vestfjörðum og Vestmannaeyjum á tímabilinu í heild en þau svæði hafa átt við fólksfækkun að glíma undanfarin ár.
Í þessari umfjöllun er litið á tímabilið frá 1. október 2008 til 1. október 2009. Allar tölur eru fengnar af vef Hagstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum lítillega á tímabilinu. Þeim fækkaði á tímabilinu frá október til apríl um 445 en á seinni hluta tímabilsins snérist þróunin við þegar að það fjölgaði um 399. Nokkur mismunur er milli sveitarfélaga þar sem það fækkaði um 1.045 í Reykjavík og um 108 í Mosfellsbæ á meðan það fjölgaði um 515 í Kópavogi, 305 í Hafnarfirði og 253 í Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur verið nokkuð stöðug fækkun allt tímabilið, en þar fækkaði íbúum um 281 íbúa eða 1,30%. Fækkunin er nokkuð jöfn nema í Grindavík þar sem íbúum fjölgaði lítillega.
Á Vesturlandi fækkaði íbúum um 198 á tímabilinu eða um 1,27%. Fyrstu mánuði tímabilisins fjölgaði íbúum á svæðinu um 123 en hefur síðan fækkað um 321. Fækkun er í flestum sveitarfélögum fyrir utan þrjú minnstu sveitarfélögin, Skorradalshrepp, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp þar sem fjölgar lítillega. Langmest er fækkunin í Borgarbyggð þar sem fækkar um 170 manns eða 4,56%.
Á Vestfjörðum fjölgaði íbúum um 137 á tímabilinu eða um 1,89%, þrátt fyrir að síðustu þrjá mánuði hafi þeim fækkað um 48. Fjölgun er í flestum sveitarfélögum fyrir utan Ísafjarðarbæ þar sem fækkaði um 19 íbúa og Súðavíkurhrepp þar sem fækkaði 14 íbúa. Í Bolungarvík fjölgaði um 56, í Vesturbyggð um 42, Reykhólahreppi um 20 og í Tálknafjarðarhreppi um 15 sem þýðir fjölgun upp á 4,6% til 7,5%.
Á Norðurlandi vestra fjölgaði íbúum um 69 á tímabilinu eða 0,94%. Öll fjölgunin átti sér stað á fyrri hluta tímabilsins en á seinni hluta þess hefur íbúafjöldi staðið í stað. Fjölgunina má að mestu leiti rekja til þess að íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði fjölgaði um 80 á tímabilinu eða 1,98% og um 12 í Húnaþingi vestra eða um 1,06%. Lítillega fækkaði í flestum öðrum sveitarfélögum.
Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum um 114 á tímabilinu eða 0,39%. Í upphafi tímabilsins fjölgaði íbúum á Norðurlandi eystra nokkuð en segja má að sú þróun hafi snúist við þar sem að fólki fækkaði um 213 á seinni hluta tímabilsins. Mest fjölgaði í Langanesbyggð um 25 íbúa eða 5,11% og í Dalvíkurbyggð um 13 íbúa eða 0,68%. Mesta fækkunin varð hins vegar í Fjallabyggð um 69 íbúa eða 3,24%, í Norðurþingi um 44 íbúa eða 1,48% og á Akureyri um 33 íbúa eða 0,19%.
Á Austurlandi fækkaði íbúum um 871 eða 6,49%. Fækkunin var eins og við mátti búast mest í þeim sveitarfélögum sem mest nutu uppgangsins í kringum virkjunar- og álversframvkæmdir. Það fækkaði á Fljótsdalshéraði um 340 eða 8,85%, í Fjarðabyggð um 326 eða 6,50% og um 188 í Fljótsdalshreppi eða 65,73%, en íbúar þar eru nú svipað margir og fyrir framkvæmdir. Mest fækkun varð á fyrri hluta tímabilsins um 751 íbúa á móti 120 íbúa fækkun á seinni hluta tímabilsins. Fjölgun varð í Breiðdalshreppi um 13 íbúa eða 6,67%.
Á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 41 eða 0,17%. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði fyrstu mánuði tímabilsins um 128 en fækkað hins vegar um 104 síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Fólksfækkun er hvergi veruleg en mest var hún í Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem íbúum fækkaði um 27 eða 1,35%, Sveitarfélaginu Árborg um 18 eða 0,23% og í Grímnes- og Grafningshreppi um 15 3,42%. Mesta fólksfjölgunin var hins vegar í Vestmannaeyjum, um 82 íbúa eða 2,03%. Þá fjölgaði íbúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um 17 og Mýrdalshreppi um 13.
Fólksfjöldi október - október 2009 - excelskjal.
Unnið af Sigurði Árnasyni, Byggðastofnun. Heimild:www.hagstofa.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember