Fara í efni  

Fréttir

Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli

Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli
Guðmundur Ævar Oddsson og Andrew Paul Hill

Árið 2017 fékk Guðmundur Ævar Oddsson styrk úr Byggðarannsóknasjóði til verkefnis sem þá nefndist „Lögreglan í landsbyggðunum“, en hefur í lokameðförum fengið nýtt heiti eins og sjá má hér að ofan. Meðhöfundur skýrslunnar er Andrew Paul Hill.

Markmið rannsóknarinnar eru að kortleggja þróun mannafla íslensku lögreglunnar frá árinu 2007, skoða lögregluna í evrópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislögreglumanna af helstu áskorunum þeirra og bjargráðum. Notast er við fyrirliggjandi gögn og viðtöl við 23 lögreglumenn með starfsreynslu í dreifbýli. Niðurstöðurnar sýna að starfandi lögreglumenn voru 648 árið 2017 og hafði fækkað um 9% frá 2007. Landsmönnum fjölgaði samhliða um 10%. Árið 2018 var Ísland meðal þeirra Evrópulanda sem höfðu hvað fæsta lögreglumenn (185) á hverja 100.000 íbúa. Hvergi fækkaði lögreglumönnum jafn mikið í Evrópu milli 2009 og 2018 og hérlendis (29,1%). Samhliða nær fimmfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna. Fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna og fækkun lögreglumanna hafa aukið álag og komið niður á löggæslu, ekki síst í dreifbýli.

Niðurstöður viðtala sýna að helstu áskoranir sem dreifbýlislögreglumenn upplifa eru mannekla, ofurálag, margþætt verkefni, lítil aðstoð og óskýr mörk vinnu og einkalífs. Helstu bjargráð dreifbýlislögreglumanna eru að þróa með sér fjölþætta kunnáttu og hugvitssemi við að virkja félagsauð nærsamfélagsins. Mikilvægust er góð samskiptahæfni sem byggist á samræðum, hæfileikanum að geta stillt til friðar og mjúkri löggæslu til að viðhalda trausti almennings og samstöðu. Félagsauður nærsamfélagsins, sem grundvallast á trausti, samvinnu og óformlegu félagslegu taumhaldi, hjálpar dreifbýlislögreglunni í þessum efnum.

Hér má nálgast lokarannsóknina.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389