Fréttir
Lokarannsókn um fjármálastjórnun sveitarfélaga styrkt af Byggðarannsóknasjóði
Stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað í árslok 2020 að styrkja lokaverkefni Gunnlaugs A. Júlíussonar til meistaraprófs, en hann útskrifaðist úr viðskiptadeild Háskóla Íslands þann 20. febrúar sl. Viðfangsefnið er fjármálastjórnun sveitarfélaga. Val á verkefninu liggur í áhuga Gunnlaugs á málefnum sveitarfélaga og ekki síst á því sem tengist fjármálum þeirra og helgast af störfum hans að sveitarstjórnarmálum um aldarfjórðungs skeið, bæði sem sveitarstjóri í tveimur sveitarfélögum og sem sviðsstjóri Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um árabil.
Sveitarfélögin á Íslandi fara með um 1/3 hluta af opinberum útgjöldum. Þau annast mikilvægasta hlutann af nærþjónustu við íbúa landsins svo sem fræðslumál og félagsþjónustu, skipulags- og byggingamál, umhverfismál, veitumál og brunavarnir. Tekjur sveitarfélaga eru að miklu leyti fastmótaðar með lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Fagleg og markviss fjármálastjórnun sveitarfélaga er því afgerandi þáttur í starfi sveitarstjórna landsins. Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að greina kenningar um fjármálastjórnun sveitarfélaga, markmiðssetningu þar að lútandi svo og eftirlit með rekstri sveitarfélaga. Gerður er samanburður á lagaumhverfi fjármálahluta íslenskra sveitarstjórnarlaga við samsvarandi kafla í sveitarstjórnarlögum annarra norrænna ríkja. Niðurstöður þess samanburðar leiða í ljós athyglisverðan mun á fjármálaköflum sveitarstjórnarlaga annarra norrænna ríkja og fjármálakafla íslenskra sveitarstjórnarlaga.
Rannsóknarhluti ritgerðarinnar beinist að tveimur aðskildum verkefnum. Í fyrra rannsóknarverkefninu er gerður samanburður á undirbúningi og eftirfylgni með fjárheimildum sveitarfélaga hjá tveimur hópum sveitarfélaga. Annars vegar er vinnulag greint hjá sveitarfélögum sem hafa hátt veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum og hins vegar hjá sveitarfélögum sem hafa lágt veltufé frá rekstri sem hlutfall af rekstrartekjum. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að greinanlegur munur er á vinnulagi og markmiðssetningu milli fyrrgreinda hópa þar sem verklag er skipulagðara og markvissara hjá sveitarfélögum með hátt veltufé frá rekstri. Seinna rannsóknarverkefnið beinist að því að greina hvort merkjanlegur munur sé á áherslum lykilstjórnanda í miðlægri stjórnsýslu annars vegar og forstöðumanna stofnana hins vegar gagnvart ákveðnum atriðum sem snúa að fjármálastjórnun sveitarfélaga. Niðurstaðan leiddi í ljós að á vissum sviðum voru þessir starfsmannahópar samstiga en á öðrum sviðum kom fram merkjanlegur munur á áherslum.
Nálgast má lokarannsókn Gunnlaugs hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember