Fréttir
Kynnisferð Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna
Síðustu fjögur ár hefur Byggðastofnun haft samninga við átta atvinnuþróunarfélög á landinu. Í þessum samningum eru viðfangsefni félaganna skilgreind ásamt samstarfi þeirra og Byggðastofnunar. Í samræmi við þá er fjármagni sem Alþingi veitir til atvinnuþróunar deilt út til félaganna og nú stendur fyrir dyrum endurskoðun þessara samninga. Af því tilefni skipulagði Byggðastofnun kynnisferð til Jótlands frá 1. til 4. maí sl. með þátttöku frá öllum atvinnuþróunarfélögunum, Byggðastofnun og Impru nýsköpunarmiðstöð. Ferðin var einkar vel heppnuð, alls staðar frábærar móttökur og erindi.
Heimsóttar voru stofnanir á ríkisstigi, landshlutastigi og sveitarfélagsstigi, fyrst systurstofnun Byggðastofnunar í Danmörku, Erhvervs- og byggestyrelsen, regional udvikling í Silkiborg. Hún sýslar með fjármagn sem veitt er til Danmerkur úr Uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins, bæði Samfélagssjóðnum (Socialfonden) og Byggðasjóðnum (Regionalfonden).
Í Árósum var kynning á starfsemi Væksthus Midtjylland, sem er stofnun sambærileg við atvinnuþróunarfélag á Íslandi og Erhvervsafdelingen, Århus kommune. Á Suður-Jótlandi var kynning í Vejle á Vækstforum Syddanmark, sem er sambærileg við stjórn vaxtarsamnings á Íslandi og í Kolding á Þríhyrnunni svokölluðu, Trekantområdet, formlegu samstarfi sveitarfélaga á sviði atvinnu-, menningar- og menntamála og byggðaþróunar.Ríkisstjórn Danmerkur hefur ákveðið að bregðast hart við áskorunum alþjóðavæðingarinnar og að Danir verði þar í fremstu röð. Í kjölfar þess hafa ömtin verið lögð af, landinu verið skipt í 5 stóra landshluta og nú er verið að móta starfið í landshlutunum. Það var lærdómsríkt að heyra um markmið, áherslur og aðferðir sem verið er að móta einmitt núna og sjá þann kjark og áhuga sem einkenndi starfsfólk í því brautryðjendastarfi sem fram fer.
Sá lærdómur sem fékkst í ferðinni mun örugglega skila sér inn í viðræður Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna sem framundan eru.
Eftirtaldar stofnanir voru heimsóttar á Jótlandi:
Erhvervs- og byggestyrelsen, regional udvikling í Silkiborg
Væksthus Midtjylland í Árósum
Erhvervsafdelingen, Århus kommune í Árósum
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember