Fara í efni  

Fréttir

Kraftmikill íbúafundur á Þingeyri

Kraftmikill íbúafundur á Þingeyri
Myndir tók Kristján Þ. Halldórsson

Vel sóttur og kraftmikill íbúafundur var haldinn á Þingeyri miðvikudaginn 11. september sl. Fundurinn er árlegur íbúafundur sem haldinn er í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar, sem er samstarfsverkefni íbúa, sveitarfélags, landshlutasamtaka og Byggðastofnunar og er hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum.

Í upphafi fundar fór verkefnisstjóri Allra vatna til Dýrafjarðar, Agnes Arnardóttir, yfir meginmarkmið verkefnisins sem skilgreind eru í verkefnisáætlun, þ.e.:

  • Fjölskylduvænt samfélag
  • Skapandi samfélag
  • Umhverfisvæn útivistarparadís
  • Framúrskarandi útvörður Ísafjarðarbæjar.

Einnig fór Agnes yfir þann árangur sem náðst hefur á árinu frá seinasta íbúafundi árið 2018 og voru starfsmarkmið verkefnisins rýnd í vinnuhópum og verður uppfærð verkefnisáætlun gefin út en m.a. var rætt um kynningarherferð og beinar aðgerðir til að laða fólk til Þingeyrar. Íbúar eru ánægðir með þau áhrif sem Blábankinn hefur haft á ímynd Þingeyrar og samfélagið, má þar nefna t.d. að efla og tengja saman félagslíf mismunandi aldurshópa. Unnið er að uppfærslu Þingeyrarvefsins og ætlunin er að nýta hann frekar til kynningar fyrir íbúa. Áhugi var fyrir því að halda áfram að reyna að sníða þjónustu almenningssamgangna betur að þörfum íbúa Þingeyrar og nærsveita, t.d. varðandi tómstundaakstur. Einnig var áhugi fyrir því að nýta stafrænar lausnir er varða heimsendingu á vörum úr matvælaverslunum á Ísafirði.

Rædd voru atriði er lutu að samgöngum og fjarskiptum. Þar má nefna flugvöllinn á Þingeyri, en honum hefur nú verið lokað og telur fundurinn að sá gjörningur sé á forræði fleiri en eins ábyrgðaraðila. Mikilvægt sé að fjarskipti og samgöngur séu góðar og horfa íbúar bjartsýnum augum á tækifæri sem fylgja munu opnun Dýrafjarðarganga.

Íbúar lögðu áherslu á að vera skapandi og fjölskylduvænt samfélag og var áhugi fyrir því að meta, kortleggja og skipuleggja stöðu og framlag listarinnar til samfélagsins og halda áfram að efla stuðning við atvinnurekstur í samfélaginu. Mikil ánægja var með þann árangur sem unnist hefur í uppsetningu vinnuaðstöðu og stuðning við nýsköpun og áhugi var fyrir því að efla það enn frekar. Byggðakvóti var einnig til umræðu og íbúar vildu að unnið yrði að því að bæði byggðakvótinn og sértækur byggðakvótinn nýttist samfélaginu sem best.

Umhverfismál voru fundargestum hugleikin og má þar nefna að halda ágengum plöntum í skefjum, gæta að heilbrigði strandsjávar, móta skýra langtímastefnu í umhverfismálum með sjálfbærni að leiðarljósi, koma upp afmörkuðu gáma- og geymslusvæði, koma á fót kynningu og fræðslu um flokkun sorps fyrir íbúa og ferðamenn, stuðla að frekara viðhaldi gangstétta og gatna og setja af stað átaksverkefni sem miðar að því að hafa bæinn snyrtilegan ásamt því að hvetja fyrirtæki til að vera með virka umhverfisstefnu og ganga vel um sín svæði.

 
Mynd: KÞH

Mörg frumkvæðisverkefni hafa verið styrkt í samfélaginu. Samtals 14 m.kr. hefur verið úthlutað til ýmissa verkefna, sem ýmist tengjast atvinnuuppbyggingu, menningu eða annars konar samfélagsverkefnum. Þau verkefni sem úthlutað var til á árunum 2018 og 2019 eru eftirfarandi, en nánari útfærslu má sjá á vef Byggðastofnunar undir liðnum „veittir verkefnastyrkir“.:

  • Uppfærsla Þingeyrarvefsins – í vinnslu
  • Listaakademían á Þingeyri – ekki hafið
  • The Tank – í vinnslu
  • Stafrænir flakkarar og störf án staðsetningar – í vinnslu
  • Námskeið og fyrirlestrar og störf án staðsetningar – í vinnslu
  • Bicycle week – lokið
  • Sköpunarsveimur – í vinnslu
  • Aðstaða Golfklúbburinn Gláma – í vinnslu
  • Hjólreiðakeppni Ísafjörður-Þingeyri – frestað til 2020
  • Invite one family per year 2019-2020 – ekki hafið
  • Wall Panting in Þingeyri – ekki hafið
  • Hljóðfærasafn Jóns – Musical instruments museum – í vinnslu
  • Graphic design courses – lokið
  • Handverkssýning, opin vinnustofa – í vinnslu
  • Gísla saga víkingaviðburðir og námskeið – lokið
  • Invite the architect of The Tank Yasuaki Tanago to Þingeyri 2019 – frestað til 2020
  • Áform um að halda fimm stærri vinnustofur/námskeið – í vinnslu
  • Book with Guðbjörg Lind‘s art work and her connection with Þingeyri – í vinnslu
  • Soð í Dýrafirði Matur er mannsins megin: sjónvarpsþáttur – í vinnslu
  • Tourism services specific – OutdoorActive digital platform – í vinnslu
  • Reiðvöllur að Söndum. Endurnýja uppistöður fyrir afmörkun á hringvelli – í vinnslu
  • Dómhús á svæði Hestamannafélagsins Storms að Söndum í Dýrafirði – í vinnslu Management support for „job“ running The Westfjords Creative Residency – í vinnslu
  • Námskeið í sútunn á skinnum – ekki hafið
  • Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins – í vinnslu
  • Fjallaskíði í Vestfirsku ölpunum – í vinnslu
  • Fóðurverksmiðja fyrir fiskeldi á Þingeyri – í vinnslu
  • Vinna og setja upplýsingaskilti fyrir ferðamenn við ferjustaðinn á Gemlufalli – í vinnslu

Störf verkefnisstjóra eru fjölbreytt. Þar má meðal annars nefna aðstoð við gerð umsókna í sjóð Allra vatna til Dýrafjarðar sem og aðra sjóði, aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, vinna við málefni er varða einstaklinga eða fyrirtæki í formi bréfaskrifta til opinberra aðila ásamt því að koma á tengslum við mögulega samstarfsaðila vegna ýmissa verkefna. Að auki situr verkefnisstjóri fundi íbúasamtakanna og hverfisráðs og aðstoðar formann við ýmis málefni er tengjast samfélaginu. Til viðbótar kynnir verkefnisstjóri verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar í nærsamfélaginu jafnt sem utan samfélagsins við Dýrafjörð, t.d. hjá bæjarráði Ísafjarðarbæjar.

 
Mynd: KÞH

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389