Fara í efni  

Fréttir

Kortlagning á húsnæði fyrir störf án staðsetningar

Byggðastofnun hefur nú tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Var upplýsingum safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þessar upplýsingar eru hér settar fram á korti sem finna má hér.

Mikil umræða hefur verið undanfarið um störf án staðsetningar. Á núgildandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 er að finna aðgerð B.7. Störf án staðsetningarVerkefnismarkmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Þar er lagt til að slík störf verði unnin á starfsstöð (þ.e. í húsnæði þar sem fyrir er önnur starfsemi) og því er mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um húsnæði sem til greina kemur sem víðast á landsbyggðinni. Á kortinu birtast 83 staðir þar sem hægt er að taka við fólki sem vinnur starf án staðsetningar. Á þessum 83 stöðum eru yfir 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga. Landsbyggðirnar eru því nú þegar vel í stakk búnar til að taka á móti þessum störfum á vegum ríkisins og stofnana þeirra.

Kortinu er ætlað að vera lifandi upplýsingabanki fyrir þá aðila sem hugsa sér að sinna opinberu starfi án staðsetningar og forstöðumenn ráðuneyta og stofnana. Inni á kortinu birtast ákveðnar grunnupplýsingar um viðkomandi staði ásamt tengilið sem hafa skal samband við ef áhugi er fyrir hendi. Kortið er unnið að beiðni Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og er ætlunin að uppfæra upplýsingarnar sem þar birtast eins og þörf krefur.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Laufey Skúladóttir, laufey@byggdastofnun.is.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389