Fara í efni  

Fréttir

Íslenskir aðilar þátttakendur í sex af tíu nýjum norðurslóðaverkefnum

Íslenskir aðilar þátttakendur í sex af tíu nýjum norðurslóðaverkefnum. Samtals nema styrkir til verkefnanna 10,5 milljónir evra en heildarkostnaður er um 15 milljónir evra.

Verkefnin með íslenskum þátttakendum eru:

Platforms for Ageing Community Engagement, Exchange and Enterprise: PLACE-EE    er samstarfsverkefni Íslands, Norður-Írlands, Írlands, Svíþjóðar. Íslenski þátttakandinn er Fjarðarbyggð en Ulster Háskóli á Norður-Írlandi stýrir verkefninu.  Meginmarkmið verkefnisins er að bæta lífsgæði eldri íbúa m.a. með því að auka þekkingu í upplýsingatækni, einfalda þjónustuform og byggja upp sjálfstraust varðandi notkun á rafrænni heilbrigðisþjónustu. Styrkur til verkefnisins er 1.135.682 evrur en heildarkostnaður um 1,8 milljón evra.

Micro Combined Heat and Power System for Households: H-CHP ersamstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Skotlands, Svíþjóðar og Írlands. Íslenski þátttakandinn er Háskóli Íslands en Oulu Háskóli í Finnlandi stýrir verkefninu sem tekst á við að bæta orkunýtni á heimilum með gösun lífrænna úrgangsefna m.a. heimilissorp og pappír. Styrkur til verkefnisins er 1.047.369 evrur en heildarkostnaður um 2 milljónir evra.

Connected Culture and Natural Heritage in the Northern Evironment: CINE ersamstarfsverkefni Íslands, Noregs, Skotlands og Írlands.  Í verkefni eru tveir íslenskir þátttakendur Gunnarstofnun á Skriðuklaustri og Locatify, Museum Nord í Noregi stýrir verkefninu. Verkefnið snýst um að búa til og prufukeyra fjölhæfa verkfærakistu með tæknilausnum og fræðsluefni sem nýst getur söfnum, þjóðgörðum, minjastofnunum, sveitarfélögum, skipulagsyfirvöldum, ferðaþjónustuaðilum, skólum og fleirum til að vinna betur að verndun, miðlun og þróun náttúru- og menningararfs. Nýjustu tæknilausnir verða nýttar til að varpa ljósi á fortíð og framtíð með sýndarveruleika og gagnauknum veruleika. Menningararfurinn verður skrásettur með 360° myndum og nýrra leiða leitað til að tengja margvíslegar upplýsingar sem liggja í gagnagrunnum og virkja þær fyrir ólíka hagsmunaaðila og ólík verkefni. Styrkur til verkefnisins er 1.136.592 evrur en heildarkostnaður um 2 milljónir evra.

Sustainable Heritage Areas: Partnership for Ecotourism: SHAPE er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Finnlands, Noregs og Grænlands.  Íslenski þátttakandinn er Svæðisgarðurinn Snæfellsnes í samstarfi við Ferðamálasamtök Snæfellsnes en skoski háskólinn Highlands and Islands stýrir verkefninu.  Verkefnið mun leggja áherslu á að byggja upp sjálfbæra þróun menningarsvæða í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila. Styrkur til verkefnisins er 947.752 evrur en heildarkostnaður um 1,5 milljón evra.   

Adapting Northern Cultural Heritage to the environmental impacts of climate change and associated natural hazards through community engagement and informed conservation planning: Adapt Northern Hertiage ersamstarfsverkefni Íslands, Skotlands og Noregs. Íslenski þátttakandinn er Minjastofnun Íslands en Veðurstofa Íslands og Umhverfisstofnun taka einnig þátt í verkefninu. Historic Environment í Skotlandi stýrir verkefninu.  Verkefnið miðar að því að aðlaga menningarminjar á norðlægum slóðum að breytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar og tengdri náttúruvá með aðkomu almennings við áætlanagerð. Í verkefninu verður þróaður hugbúnaður sem mun nýtast við mat á hættum og veikleikum minjasvæða og verða leiðbeinandi tæki við gerð áætlana með sjálfbærni að leiðarljósi í menningarlegu, efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti. Styrkur til verkefnisins er 552.375 evrur en heildarkostnaður um ein milljón evra.

Arctic Preparedness Platform for oil spill and other Environmental Accidents: APP4SEA er samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Noregs og Skotlands. Íslenski þátttakandinn er Háskóli Íslands í samstarfi við Landhelgisgæsluna, Oulu Háskóli í Finnlandi stýrir verkefninu. Þróaður verður hugbúnaður sem samþættar í rauntíma skipaferðir, veðurfar og hafstrauma.  Upplýsingarnar verða nýttar við gerð reiknilíkans sem nýtist viðbragðsaðilum við aðgerðaáætlanir gegn mengunaróhöppum eða slysum í norðurhöfum. Styrkur til verkefnisins er 943.875 evrur en heildarkostnaður um 1,5 milljón evra.

Upplýsingar um öll verkefnin sem voru samþykkt 2. mars 2017 er að finna hér http://www.interreg-npa.eu/for-applicants/fourth-call/

Nánari upplýsingar veitir landstengiliður Norðurslóðaáætlunarinnar Sigríður Elín Þórðardóttir á netfangið sigridur@byggdastofnun.is  eða í síma 455 5400.  Ítarlegar upplýsingar um áætlunina og umsóknareyðublöð er að finna á www.interreg-npa.eu


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389