Fara í efni  

Fréttir

Ísland þátttakandi í 14 verkefnum innan Norðurslóðaáætlunar

Á stjórnarfundi Norðurslóðaáætlunar 2007-2013 þann 5. júní sl. voru til afgreiðslu 9 aðalverkefnisumsóknir og þar af voru Íslendingar þátttakendur í  7 .  Af þessum 7 verkefnum voru 5 verkefni samþykkt  (>70% árangur), öll með ákveðnum skilyrðum sem verkefnin eru nú að vinna úr.

Verkefnin eru:

  • Roadex Network Implementing Accessibility. Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands, Svíþjóðar, Íslands, Grænlands, Noregs og Kanada. Íslenskur þátttakandi er Vegagerð ríkisins í samstarfi  við verkfræðistofur og fleiri.
  • New Plants for the Northern Periphery Market. Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands og Íslands. Íslensku þátttakendurnir eru Landbúnaðarháskólinn Hvanneyri  í samstarfi við garðyrkjustöðvar og fyrirtæki.
  • Rural Transport  Solutions. Samstarfsverkefni Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands og Íslands. Íslensku þátttakendurnir eru Þróunarstofa austurlands og Fjarðabyggð í samstarfi við Vegagerðina.
  • The THING Project – THing sites International Networking Group. Samstarfsverkefni Noregs, Íslands, Skotlands og Færeyja.  Íslenski þátttakandinn er Þjóðgarðurinn Þingvöllum í samstarfi við tengda aðila.
  • SMALLEST –Solutions for Microgeneration to Allow Energy Saving Technology. Samstarfsverkefni Skotlands, Finnlands, Norður Írlands, Færeyja, Svíþjóðar, Íslands og Grænlands. Íslenski þátttakandinn er Þróunarstofa austurlands í tengslum við fjölmarka aðila innan orkugeirans.

Alls hafa borist 54 umsóknir um aðalverkefni á þeim 4 umsóknarfrestum sem liðnir eru og þar af hafa 27 verkefni verið samþykkt.  Íslendingar hafa verið þátttakendur  í 27 umsóknum og þar af hafa 14  verið samþykkt eða 52%.  Samtals hafa borist liðlega 50 umsóknir um forverkefni,  en þau hafa þann megin tilgang að vinna að gerð aðalumsókna, leita samstarfsaðila og frágangi mótfjármögnunar.

Fyrri verkefni:

  • Retail in Rural Regions.Samstarfsverkefni Íslands, Írlands, Færeyja, og Skotlands þar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar Háskólanum Bifröst er þátttakandi í samstarfi við verslanir, Samtök verslunar, sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög.
  • The Sea as Our Neighbour: Sustainable Adaption to Climate Change in Coastal Communities and Habitats on Europe‘s Northern Periphery – Coast Adapt. Samstarfsverkefni Íslands, Norður Írlands, Írlands, Skotlands og Noregs þar sem Háskóli Íslands, Sveitarfélagið Árborg og Mýrdalshreppur eru þátttakendur en meðal tengdra aðila eru Siglingastofnun, Veðurstofa Íslands, Samtök sveitarfélaga, Skipulagsstofnun og fleiri.
  • North Hunt, Sustainable Hunting Tourism. Samstarfsverkefni  Íslands, Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Íslenskir þátttakendur eru Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknasetur ferðaþjónustunnar, Veiðistjórnarsvið Umhverfisstofnunar.
  • NEED, Northern Environment Education Development. Samstarfsverkefni  Íslands, Finlands, Noregs og Írlands. Íslenskir þáttakendur eru Fræðasetur Háskóla Íslands, Höfn Hornafirði, Háskólasetrið Húsavík, Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfrum, Þróunarfélag Austurlands, Kirkjubæjarstofa, Þjóðgarðurinn Skaftafelli og sveitarfélögin Hornafjörður, Skaftárhreppur, Fljótsdalshérað og Norðurþing.
  • PELLETime – Solutions for competitive pellet production in medium size enterprises. Samstarfsverkefni  Íslands, Finnlands og Skotlands. Íslenskir þátttakendur eru Héraðsskógar, Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins.
  • Economuseum Northern Europe. Samstarfsverkefni Íslands, Færeyja, Norður Írlands, Írlands, Noregs og Kanada. Íslenskir þátttakendur eru Fruman Nýheimum, Höfn Hornafirði og Fræðslunet Austurlands.
  • Co-Safe,  The cooperation for safety in sparsely populated areas. Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands og Grænlands. Íslenskir þáttakendur eru FSA Háskólasjúkrahús, Akureyri og Sjúkraflutningaskólinn í samstarfi við fjölmarga innlenda aðila.
  • OLEII,  Our Life as Elderly- implementation. Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar, Noregs og Færeyja. Íslenskir þátttakendur eru Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.
  • Northcharr,  Sustainable Aquaculture of Arctic charr. Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar og Noregs. Íslenskir þátttakendur eru Hólalax ehf, Rifós ehf, Íslandsbleikja ehf, Silfurstjarnan ehf, Klausturbleikja ehf, Skagafjarðarveitur, FISK-Seafood, Akvaplan-Niva  og Matís.

Starfssvæði og tengiliður áætlunarinnar:

Norðurslóðaáætlun 2007-2013  nær landfræðilega yfir mjög víðfeðmt svæði en þátttökulönd eru Evrópusambandslöndin,  Skotland, Norður Írland, Svíþjóð, Finnland og Írland auk Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja.   Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu Byggðastofnunar og Norðurslóðaáætlunar.

Tengiliður áætlunarinnar er Byggðastofnun,  Þórarinn Sólmundarson thorarinn@byggdastofnun.is

Sjá fréttatilkynningu


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389