Fara í efni  

Fréttir

Íbúar á Raufarhöfn verða virkir þátttakendur í byggðaaðgerðum

Íbúar á Raufarhöfn verða virkir þátttakendur í byggðaaðgerðum
Raufarhöfn

Virk aðkoma íbúa er grunnurinn að verkefni um eflingu byggðar á Raufarhöfn, sem Byggðastofnun, Norðurþing og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt íbúasamtökum Raufarhafnar standa fyrir. Á íbúafundi sem haldinn var á Raufarhöfn mánudaginn 10. desember var verkefnið til umræðu.  Á fundinn mættu yfir 50 manns. Auk fjölmargra íbúa og þeirra sem fundinn boðuðu mættu forsvarsmenn GPG á Húsavík, starfsmenn sveitarfélagsins og atvinnuþróunarfélagsins og formaður stéttarfélagsins Framsýnar. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, var fundarstjóri.

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, sagði frá aðdraganda verkefnisins og  niðurstöðum íbúafundar í október sl., en á þeim fundi fóru umræður fram í þremur málefnahópum og ýmsar hugmyndir að mögulegum aðgerðum komu fram. Þær tóku til sjávarútvegs, ferðaþjónustu og umhverfis, svo dæmi séu nefnd.  Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings ræddi um sjávarútveg, um ferðaþjónustu og um hús og lóð SR, sem eru nú eignir Norðurþings.  Finna þarf hlutverk fyrir þessi hús og fá starfsemi inn í þau. Það geti til dæmis verið starfsemi á sviði sjávarútvegs, menningar og lista eða iðnaðar.  Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI kynnti skipulagningu íbúaþings sem stefnt er að því að halda yfir helgi, í lok janúar 2013.  Lýstu íbúar miklum áhuga áþátttöku í því.  Þar verða meginmarkið viðreisnarstarfsins mótuð og þeim forgangsraðað og í kjölfarið sett fram í formi framkvæmanlegra verkefna.  Niðurstöður þingsins verða lagðar til grundvallar við ákvarðanir um byggðaaðgerðir á Raufarhöfn. Skýrt kom fram á fundinum að ráðning starfsmanns sem sinnir uppbyggingu á Raufarhöfn  í fullu starfi og er búsettur á staðnum er bæði mórölsk og praktísk forsenda fyrir því að snúa þróuninni við. Um það er full samstaða meðal íbúa og annarra sem að  verkefninu standa.

Umræður á fundinum voru líflegar.Ljóst er að þrátt fyrir óvissu um framtíðina telja heimamenn tækifærin til að efla byggðina liggja víða.  Fundurinn heppnaðist mjög vel og endaði á nótum samstöðu, bjartsýni og baráttugleði.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389