Fréttir
Íbúafundur 7. október á Kirkjubæjarklaustri
Mánudagskvöldið 7. október næstkomandi, kl. 20 er boðið til íbúafundar í Kirkjuhvoli. Fundurinn er sá fyrsti af þremur sem tengist verkefninu „Skaftárhreppur til framtíðar“ á vegum Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS og Háskólans á Akureyri.
Á íbúafundinum næstkomandi mánudag fer fram kynning á þessu byggðaþróunarverkefni, sem er hluti af stærra verkefni á vegum Byggðastofnunar í fjórum „brothættum byggðum.“ Sagt verður frá helstu verkefnum hjá Skaftárhreppi, Kötlu Geopark, Friði og frumkröftum, Búnaðarsambandi Suðurlands og Fræðsluneti, símenntun á Suðurlandi og Háskólafélagi Suðurlands. Einnig verður sagt frá íbúaþinginu, en umsjón með því og öðrum íbúafundum er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Ildi.
Í verkefninu „Brothættar byggðir“ er lögð áhersla á samtal íbúa í byggðum sem búa við erfiða stöðu, um hvað þarf til að efla byggð og ekki síður, hvað samfélagið sjálft getur gert. Verkefnið hófst á Raufarhöfn síðastliðinn vetur og nú hafa Skaftárhreppur, Bíldudalur og Breiðdalshreppur bæst í hópinn.
Fundurinn er undirbúningur fyrir tveggja daga íbúaþing sem haldið verður helgina 19. – 20. október. Því verður síðan fylgt eftir með íbúafundi innan þriggja mánaða eftir þingið.
Það er von þeirra sem standa að fundinum næstkomandi mánudag, að íbúar Skaftárhrepps fjölmenni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember