Fara í efni  

Fréttir

Hvar eru ríkisstörfin?

Hvar eru ríkisstörfin?
Fjöldi stöðugilda ríkis í víðu samhengi

Byggðastofnun hefur gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins frá áramótum 2013/2014. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda til áramótanna 2016/2017. Störfin eru mun fleiri en stöðugildin en við höfum kosið að setja upplýsingarnar fram í fjölda stöðugilda. Þá er miðað við hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Þá er tölum skipt niður á konur og karla.

Stöðugildum er skipt í tvo flokka, í fyrsta lagi stöðugildi sem greidd eru af Fjársýslunni sem og hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum í eigu ríkisins. Þeim flokki tilheyra til að mynda ráðuneytin, Byggðastofnun, Háskóli Íslands og Isavia. Síðan eru það stofnanir sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Má nefna sem dæmi Háskólann í Reykjavík, SÁÁ og hjúkrunar- og dvalarheimilin. „Víð skilgreining“ ríkisstarfa eru þessir tveir flokkar samanlagðir.

Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda stöðugilda hjá ríkinu í víðri skilgreiningu, um áramót fjögur ár í röð, skipt niður á kyn. Sjá má að stöðugildum hefur fjölgað á milli allra ára, þó hlutfallslega mest á milli áranna 2015 og 2016. Þá hefur kynjahlutfallið verið nokkuð svipað á milli ára en stöðugildi sem konur sinna telja um 63% ár hvert.

Fjöldi stöðugilda 2013 - 2016

Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda stöðugilda hjá ríkinu í víðri skilgreiningu, þann 31.12. 2016 skipt niður á landssvæði og kyn. Konur sinna 61 – 68% stöðugildanna á öllum landssvæðum utan Vestfjarða (58%), Suðurnesja (49%) og erlendis (49%).

Fjöldi stöðugilda 31.12.2016 skipt niður á landssvæði og kyn

Í eftirfarandi töflu má sjá í fyrsta lagi hlutfallsskiptingu íbúa niður á landssvæðin um áramótin 2015/2016. Þá má sjá hlutfallsskiptingu stöðugildanna skipt niður á landssvæðin. Að lokum má sjá hlutfallsskiptingu stöðugildanna með tilliti til íbúafjölda hvers landssvæðis.

Fjöldi stöðugilda 31.12.2016 hlutfallstölur

Skiptingu stöðugilda niður á sveitarfélög og frekari tölulegar upplýsingar má finna neðst á þessari síðu.

Mikið er lagt upp með að hafa gögnin sambærileg á milli ára. Því fer gagnaöflun fram með skipulögðum hætti og drjúgum tíma er varið í að rýna gögnin. Þó ber þess að geta að enn gætu leynst villur í gögnunum og fögnum við öllum ábendingum til að betur megi fara. Yfir stendur nú vinna við að afla ganga fyrir áramótin 2017/2018 og verða þær birtar við fyrsta tækifæri.

Frekari upplýsingar veitir Anna Lea Gestsdóttir, sérfræðingur þróunarsviðs í síma 455-5433 eða í tölvupósti anna@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389