Fara í efni  

Fréttir

Húsnæði fyrir óstaðbundin störf - staðsetningar

Húsnæði fyrir óstaðbundin störf - staðsetningar
Úr þjónustukortinu

Nú hafa verið teknar saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf og þær staðsetningar birtar í þjónustukorti Byggðastofnunar. Upplýsingum var safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga. 

Í þjónustukortinu sjást staðsetningar þeirra staða þar sem hægt er að taka við fólki sem vinnur óstaðbundið starf. Kortinu er ætlað að vera lifandi upplýsingabanki fyrir þá aðila sem hugsa sér að sinna óstaðbundnu starfi en einnig forstöðumenn ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja og verður uppfært eins og þörf krefur.

Þjónustukort Byggðastofnunar má finna hér og yfirlit yfir húsnæði fyrir óstaðbundin störf er undir flipanum "Stjórnsýsla.

 

Auglýsingu fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni má finna hér að neðan en auglýsingin var fyrst birt 10. október 2024.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kynnti áform um úthlutunina fyrr í haust en veittar verða allt að 150 milljónir kr. í þessum tilgangi af byggðaáætlun.

Hvaða störf koma til greina?

Ríkisstofnanir sem hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu geta sótt um styrkina vegna starfa utan svæðisins eða verða færð frá höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. nóvember 2024. Styrkjum er ætlað að koma til móts við ferðakostnað og leigu á aðstöðu í vinnustaðaklösum. Ekki verða veittir styrkir vegna tímabundinnar fjarvinnu eða blendingsstarfs, þ.e. starfs sem unnið er bæði utan og innan höfuðborgarsvæðisins.

Veita má styrk til stofnunar vegna starfs til allt að þriggja ára. Hámarksstuðningur við hvert starf getur numið allt að 2 milljónum króna á ári. Byggðastofnun mun annast umsjón með úthlutun styrkja og gerð samninga og verður árangur af verkefninu metinn fyrir lok árs 2025.

Í takt við byggðastefnu stjórnvalda

Verkefnið er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum og stefnumótandi byggðaáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir tímabilið 2022-2036. Markmiðið er að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni með fjölbreyttum störfum og styrkja þannig búsetu í byggðum landsins. Fjallað er nánar um verkefnið óstaðbundin störf í aðgerðaáætlun byggðaáætlunar (aðgerð B.7).


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389