Fréttir
Hugur í íbúum við Dýrafjörð að nýta viðbótarár í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar sem best
Fyrir skömmu tók stjórn Byggðastofnunar ákvörðun um að framlengja verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar um eitt ár, út árið 2022. Fulltrúar Byggðastofnunar í verkefnisstjórn sóttu Dýrfirðinga heim dagana 30. nóvember – 1. desember til að leggja á ráðin um hvernig nýta megi viðbótarár sem allra best í þágu byggðarlagsins.
Tekin voru rýnihópaviðtöl þar sem rætt var við fulltrúa hópa um verkefnið til þessa, m.a. hvað hefði áunnist og hvað hefði mátt gera betur, auk þess sem rætt var um mögulegar áherslur og sóknarfæri á viðbótarári. Í rýnihópunum voru fulltrúar íbúa, fulltrúar elstu árganga ungmenna í grunnskólanum, fulltrúar styrkþega og stjórn íbúasamtaka. Einnig var fundur í stjórn Allra vatna til Dýrafjarðar þar sem hluti tímans var nýttur í rýnihópsviðtal en hluti í nánari umræður um stöðu verkefnisins og áherslur. Fulltrúar íbúa í verkefnisstjórn, þau Erna Höskuldsdóttir og Guðmundur Ólafsson leituðu til íbúa um þátttöku í rýnihópum og var þeim vel tekið í alla staði. Eiga þau og fulltrúar í rýnihópunum bestu þakkir skildar fyrir áhugann og framlag sitt til verkefnisins.
Ekki er búið að vinna úr niðurstöðum viðtalanna þegar þetta er ritað, en á heildina tekið virðist samhljómur á milli hópanna um að verkefnið hefði skilað nokkrum árangri. Má þar nefna aukið frumkvæði heimamanna í tengslum við úthlutun styrkja úr sjóði Allra vatna til Dýrafjarðar. Einnig var almenn ánægja með þann stuðning sem íbúar hafa fengið hjá verkefnisstjóra, Agnesi Arnardóttur, við undirbúning umsókna og umsýslu vegna styrkja og vegna ýmissa annarra mála. Hefur sú vinna meðal annars skilað sér í frumkvæðisverkefnum styrktum af Öllum vötnum til Dýrafjarðar en einnig auknum áhuga og betri umsóknum í aðra sjóði svo sem Uppbyggingarsjóð Vestfjarða og Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá hefur starf verkefnisstjórans einnig skilað sér í bættum tengslum íbúa og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar og meta íbúar þann þátt mikils. Fram kom að þörf væri á að íbúar væru betur að sér í framvindu verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar og því mætti gæta þess betur að kynna stöðu bæði styrktra verkefna og annarra áhersluverkefna í verkefnisáætlun sem unnið er að hverju sinni.
Aukin umsvif í laxeldi setja svip sinn á samfélagið við Dýrafjörð með tilheyrandi fjölgun íbúa. Má því ætla að þjónusta sveitarfélagsins sé líkleg til að verða áherslumál á síðasta ári Allra vatna til Dýrafjarðar, þar með talið mikilvægi þess að nægilegt framboð verði af lóðum og að lausna verði leitað í húsnæðismálum.
Þingeyri og Dýrafjörður skörtuðu sínu fegursta þegar gestirnir voru á ferð eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þær tók Kristján Þ. Halldórsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember