Fara í efni  

Fréttir

Herdís skipuð formaður stjórnar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Herdísi Á. Sæmundardóttur formann stjórnar Byggðastofnunar og tekur hún við stöðunni af Jóni Sigurðssyni sem skipaður hefur verið bankastjóri Seðlabanka Íslands. Herdís tók sæti í stjórn Byggðastofnunar á ársfundi í júní en í stað Jóns í stjórn stofnunarinnar hefur ráðherra skipað Elísabetu Benediktsdóttur, starfsmanns hjá Þróunarstofu Austurlands.


Herdís Á. Sæmundardóttir er framhaldsskólakennari á Sauðárkróki. Hún er  fædd í Reykjavík 1954 en alin upp á Sauðárkróki. Herdís útskrifaðist úr Lyfjatæknaskóla Íslands og vann við lyfjatæknistörf í mörg ár, bæði hér heima og einnig í Osló. Hún útskrifaðist úr Háskóla Íslands, með BA-próf í norsku og dönsku, sem og uppeldis- og menntunarfræði.

Herdís stundaði ýmis störf samhliða námi, t.d. í fiskvinnslu, umönnunarstörf og verslunarstörf. Herdís hefur starfað mikið að félagsmálum og var  m.a. bæjarfulltrúi á Sauðárkróki á árunum 1990-1994 og 1997-2002. Eiginmaður hennar er Guðmundur Ragnarsson og eiga þau 3 börn.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389