Fréttir
Helstu breytingar á mannfjölda 1. desember 2007 og 1. desember 2008
Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 1,7%. Mesta fjölgunin varð á Akranesi um 285 manns eða 4,5%. Veruleg fækkun varð hins vegar í
Hvalfjarðarsveit þar sem fækkaði um 42 íbúa eða 6,2%. Þá fækkun má að langmestu leiti rekja til brottflutnings erlendra
ríkisborgara. Í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi fjölgaði lítillega utan Skorradalshrepps. Erlendum ríkisborgurum á
Vesturlandi fjölgaði um 217 á árinu á meðan íslenskum fjölgaði um 51.
Á Vestfjörðum fjölgaði um 65 eða 0,9% og er það í fyrsta skipti síðan 1981 sem að fólki fjölgar í fjórðungnum. Mest fjölgun varð á Bolungarvík, 58 (6,4%), Reykhólahreppi um 13 (4,9%) og Tálknafirði um 12 (4,1%). Mesta fækkunin varð í Vesturbyggð, 19 (2,1%) og í Strandabyggð 10 (2,0%). Af einstökum þéttbýlisstöðum fjölgaði mest á Ísafirði, um 40 manns en mesta fækkunin varð hins vegar á Þingeyri 33 og Flateyri 28. Erlendum ríkisborgunum fjölgaði um 139 á Vestfjörðum á sama tíma og íslenskum ríkisborgurum fækkaði um 74.
Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 36 eða 0,5% og er það í fyrsta skipti frá árinu 1993 sem að fjölgun verður á Norðurlandi vestra. Íbúum fjölgaði um 50 í Sveitarfélaginu Skagafirði (1,2%), 13 í Akrahreppi (6,4%) og 13 á Blönduósi (1,5%). Nokkur fækkun varð í öðrum sveitarfélögum á svæðinu, mest í Húnavatnshreppi um 25 (5,5%). Á Norðurlandi vestra fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 69, á meðan íslenskum ríkisborgurum fækkaði um 33.
Á Norðurlandi eystra fjölgaði um 263 eða 0,9%. Meginhluti þeirrar fjölgunar er til komin vegna fjölgunar á Akureyri, en þar fjölgaði um 269 (1,6%). Allnokkur fjölgun varð einnig í nágrannasveitarfélögum Akureyrar, Eyjafjarðarsveit 31 (3,1%) og Svalbarðsstrandarhreppi 11 (2,9%). Einnig fjölgaði umtalsvert í Langanesbyggð, um 32 (6,7%) og Norðurþingi um 28 (0,9%). Mest fækkun varð í Fjallabyggð, um 59 (2,7%) sem skiptist þannig að á Ólafsfirði fækkaði um 34 (3,9%) og Siglufirði 25 (1,9%). Einnig varð veruleg fækkun í Grýtubakkahreppi 19 (5,3%) og í Skútustaðahreppi 15 (3,7%). Um tvo þriðju fjölgunar á Norðurlandi eystra má rekja til fjölgunar á erlendum ríkisborgurum.
Á Austurlandi fækkaði íbúum um 1.019 á milli ára. Þá fækkun má að langmestu leiti rekja til fækkunar erlendra ríkisborgara sem unnið hafa við stórframkvæmdir á Austurlandi undanfarin ár, en erlendum ríkisborgurum fækkaði um 1.022 á árinu. Langmesta fækkunin varð í Fljótsdalshreppi um 223 (60,9%), Fljótsdalshéraði 366 (9,0%) og Fjarðabyggð 375 (7,3%) en í þessum sveitarfélögum hafa áhrif framkvæmdanna verið mest. Í Fljótsdalshreppi og Fljótsdalshéraði varð fækkun erlendra ríkisborgara svipuð og heildarfækkun íbúa. Í Fjarðarbyggð hins vegar varð fækkun erlendra ríkisborgara hins vegar 463 á meðan það varð fjölgun á íslenskum ríkisborgurum um 88. Þá er það athyglisvert að á sama tíma fjölgar fólki á Egilsstöðum um 35 (1,6%), á Neskaupstað um 27 (1,9%) og á Fáskrúðsfirði um 23 (3,4%). Veruleg fækkun varð í Vopnafjarðarhreppi um 27 (3,9%) og í Breiðdalshreppi 21 (9,6%).
Á Suðurlandi fjölgaði íbúum um 698 eða tæp 3%. Fjölgun varð í öllum sveitarfélögum nema Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem fækkaði um 19 (3,6%) og í Mýrdalshreppi þar sem fækkaði um einn. Mest fjölgunin varð í Sveitarfélaginu Árborg, um 363 (4,8%). Langmestur hluti fjölgunarinnar er á Selfossi eða 320. Þá fjölgaði um 72 (3,7%) í Sveitarfélaginu Ölfusi, um 65 (17,2%) í Grímsnes- og Grafningshreppi, um 63 (4,1%) í Rangárþingi ytra, um 50 (1,2%) í Vestmannaeyjum, um 42 (1,9%) í Hveragerði og 21 (1,2%) í Rangárþingi eystra. Annars staðar fjölgaði minna. Rúmlega helming fjölgunar á Suðurlandi má rekja til fjölgunar erlendra ríkisborgara á svæðinu.
Á Suðurnesjum fjölgaði fólki hlutfallslega mest á árinu eða um 5,6% sem gerir 1.149 manns. Mest fjölgun varð í Reykjanesbæ 952 (7,2%). Hún skiptist á Vallarheiðina 627 íbúar en íbúafjöldi þar tvöfaldaðist á árinu og á Njarðvík 332. Í Sveitarfélaginu Garði fjölgaði um 91 (6,3%), í Grindavíkurbæ um 89 (3,2%) og í Sandgerði um 27 (1,6%). Lítilsháttar fækkun varð í Sveitarfélaginu Vogum. Um 30% fjölgunar á Suðurnesjum má rekja til fjölgunar á erlendum ríkisborgurum.
Á Höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 5.424 (2,8%). Fjölgun varð í öllum sveitarfélögum nema á Seltjarnarnesi þar sem að fækkaði lítillega á milli ára. Í Reykjavík fjölgaði um 2.127 (1,8%), í Kópavogi um 1.396 (4,9%), í Hafnarfirði um 998 (4,0%), í Garðabæ um 445 (4,5%), í Mosfellsbæ um 322 (4,0%), í Sveitarfélaginu Álftanesi um 149 (6,3%) og í Kjósarhreppi um 5 (2,6%). Rúmlega 60% af fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu má rekja til fjölgunar erlendra ríkisborgara, en tæplega 40% til fjölgunar íslenskra ríkisborgara. Í Reykjavík fækkaði íslenskum ríkisborgurum um 222 á meðan erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 2.349.
Sjá nánar frétt á vef Hagstofunnar og meðfylgjandi töflu um breytingu á íbúafjölda.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember