Fara í efni  

Fréttir

Hátindur 60+ Leiðandi verkefni fyrir velferðarlausnir í dreifbýli

Undanfarna daga hafa verið birtar fréttir af úthlutun styrkja úr C.1. í tengslum við stefnumótandi byggðaáætlun. Nýsköpunar- og þróunarverkefninu Hátindur 60+ hlaut slíkan styrk árið 2022 sem lauk á síðasta ári en verkefið snéri að nýsköpun í velferðarþjónustu fyrir 60 ára og eldri í sveitarfélaginu Fjallabyggð. 

Hátindur 60+

Hátindur 60+ er nýsköpunar- og þróunarverkefni í velferðarþjónustu fyrir íbúa Fjallabyggðar, 60 ára og eldri. Verkefnið er samstarfsverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðartækniklasa Íslands (Veltek). Með samstarfsyfirlýsingu staðfestu þessir aðilar vilja sinn til að þróa og innleiða tæknilausnir í heilbrigðis- og velferðarþjónustu fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins. Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið komu að verkefninu með ráðgjöf, hvatningu og fjárhagslegum stuðningi. Hátindur 60+ er brautryðjendaverkefni sem miðar að því að bæta lífsgæði eldri borgara í Fjallabyggð með nýsköpun í velferðarþjónustu.

Verkefnið var fjármagnað með C1-styrk í tengslum við stefnumótandi byggðaáætlun og hlaut þriggja ára styrk frá Byggðastofnun. Það hófst árið 2022 og lauk í lok árs 2024. Verkefnið er í samræmi við aðgerðaáætlanir fyrri og núverandi ríkisstjórnar varðandi innleiðingu velferðartækni og þróun þjónustubreytinga í þágu notenda.

Nýsköpun í velferðarþjónustu

Hátindur 60+ hefur leitt til nýrrar nálgunar í þjónustu við eldra fólk. Verkefnið sameinar stefnu stjórnvalda um nýsköpun í velferðarþjónustu, tæknilausnum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum til að tryggja sjálfbæra og skilvirka þjónustu í dreifðum byggðum. Fjallabyggð hefur undanfarin þrjú ár unnið markvisst að því að innleiða slíkar lausnir til hagsbóta fyrir íbúa.

 Eitt af lykilverkefnum Hátinds 60+ voru skjáheimsóknir sem hófust 12. janúar 2024 og mörkuðu tímamót í velferðarþjónustu sveitarfélagsins. Með þessari nýju þjónustu er:

✔ Aukið aðgengi að þjónustu fyrir eldri íbúa á svæðinu.

✔ Stutt við sjálfstæði einstaklinga, eflt öryggi og dregið úr einangrun.

✔ Minnkuð þjónustubyrði og bætt nýting mannauðs í velferðarkerfinu.

 Núverandi skjólstæðingar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að viðhalda þjónustunni, enda veitir hún þeim aukna öryggiskennd með reglulegu skjáinnliti og athugunum á velferð þeirra. Þó að skjáheimsóknirnar falli ekki formlega undir fjarheilbrigðisþjónustu að svo stöddu, hafa þær sýnt að þær bæta þjónustu við íbúa, létta á álagi starfsfólks og eru mikilvægur liður í þróun nútímalegrar velferðarþjónustu.

 Tæknilausnir og sveigjanleiki í þjónustu

Til viðbótar við skjáheimsóknir hefur Fjallabyggð innleitt nýjar skipulagslausnir í þjónustukerfi sveitarfélagsins. Þar má nefna: Neyðarhnappa með símkorti, talsambandi í báðar áttir, fallskynjara og staðsetningarmöguleikum. Þeir veita aukið öryggi og hugarró fyrir skjólstæðinga og aðstandendur. Sveigjanleg skipulagning þjónustu, sem gerir notendum kleift að aðlaga þjónustutíma að þörfum sínum. Samstarfsverkefni um fallskynjara, þar sem prófanir hafa farið fram á heimilum eldra fólks, í þjónustuíbúðum aldraðra, hjúkrunarheimilinu Hornbrekku og á sjálfstæðri búsetu.

 Framtíðarsýn – sjálfbær velferðarþjónusta fyrir dreifbýli

Með þeim árangri sem Hátindur 60+ hefur þegar sýnt fram á er ljóst að verkefnið hefur lagt traustan grunn að nýsköpun í velferðarþjónustu í dreifbýli. Samstarfið milli stofnana, sveitarfélags og samfélags hefur leitt til lausna sem ekki aðeins bæta lífsgæði heldur einnig stuðla að sjálfbærari og skilvirkari þjónustu. Framtíðarsýn verkefnisins felur í sér áframhaldandi þróun og innleiðingu nýrra lausna sem mæta síbreytilegum þörfum eldra fólks. Fjallabyggð hefur sýnt að með framsýni og samvinnu er hægt að skapa umhverfi þar sem öldruðum er gert kleift að lifa með auknu öryggi, sjálfstæði og virðingu. Með þessari vegferð hefur verið brotið blað í velferðarþjónustu í Fjallabyggð – og það er aðeins upphafið.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389