Fara í efni  

Fréttir

Handhafar Landstólpans 2023

Handhafar Landstólpans 2023
Frá afhendingu Landstólpans 2023

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem venjan er að Byggðastofnun veiti á ársfundi sínum. Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á því góða og fjölbreytta starfi sem fram fer í landsbyggðunum og um leið að vekja athygli á starfi Byggðastofnunar.

Landstólpinn var fyrst afhentur árið 2011 en var nú afhentur í tólfta sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þann 27. apríl sl. Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Hugmyndin að baki Landstólpanum er að efla skapandi hugsun og bjartsýni og er því hugsaður sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.

Í ár bárust samtals sautján tilnefningar og var niðurstaða dómnefndar sú að veita hjónunum Elínu S. Sigurðardóttur og Jóhannesi Torfasyni, sem búsett eru á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, Landstólpann árið 2023.

Hjónin Elín S. Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu eru sannkallaðir burðarásar í sínu samfélagi. Þau hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt með leiðtogahæfileikum sínum, sneitt hjá átökum og fengið aðra íbúa til liðs við sig í þeim tilgangi að byggja upp samfélagið í gegnum Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Ámundakinn ehf. Það sem þau hafa áorkað í gegnum Ámundakinn og Heimilisiðnaðarsafnið er fyrst og fremst að þakka umhyggju þeirra fyrir samfélagi sínu, héraðinu og íbúum þess. Þau hafa haft mjög jákvæð áhrif á ímynd svæðisins, aukið virkni íbúa, fjölgað störfum og dregið að gesti. Samanlagt hafa þau sinnt Heimilisiðnaðarsafninu og Ámundakinn í 50 ár. Í ár, 2023, eru 30 ár frá því Elín tók að sér að vera í forsvari fyrir Heimilisiðnaðarsafnið og 20 ár frá því Jóhannes tók að sér að vera í forsvari fyrir Ámundakinn.

Viðurkenningargripurinn í ár var í formi ljósmyndaverks eftir Gyðu Henningsdóttur, verkið heitir Speglun. Gyða leggur áherslu á landslag, fugla- og dýralíf í ljósmyndum sinni og grafík. Í fyrsta sinn fylgir einnig fjárhæð að upphæð ein milljón króna viðurkenningunni.

Það er Byggðastofnun mikill heiður að veita hjónunum Elínu og Jóhannesi samfélagsviðurkenninguna Landstólpann árið 2023. Um leið og þeim eru færðar hamingjuóskir eru þeim færðar góðar óskir um áframhaldandi velfarnað í störfum sínum.

Á myndunum má sjá handhafa Landstólpans 2023 þau Elínu S. Sigurðardóttur og Jóhannes Torfason veita viðurkenningunni viðtöku en það voru þau Andri Þór Árnason sérfræðingur á fyrirtækjasviði og Helga Harðardóttir sérfræðingur á þróunarsviði sem afhentu samfélagsviðurkenninguna fyrir hönd Byggðastofnunar.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389