Fara í efni  

Fréttir

Hálf milljón gesta á upplýsingamiðstöðvunum

Byggðastofnun og Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi hafa lokið við könnun og skýrslu um rekstrar- og starfsumhverfi upplýsingamiðstöðva á Íslandi. Markmið könnunarinnar var að fá upplýsingar um rekstrarfjármögnun, launakostnað og sértekjur upplýsingamiðstöðva og hvað felst í þeirri þjónustu sem upplýsingamiðstöðvar veita gestum, ferðaþjónustu- og/eða rekstraraðilum.  Auk þess að kanna hvaða viðhorf og væntingar umsjónaraðilar upplýsingamiðstöðva höfðu í tengslum við samstarf, markaðssetningu, veikleika og styrkleika ferðaþjónustunnar.


Í skýrslunni kemur fram að tæplega hálf milljón gesta kom á upplýsingamiðstöðvarnar árið 2002. Könnun leiddi m.a. í ljós að um 44% heildarfjármagns landshlutamiðstöðva er aflað með sértekjum. Sveitarfélög lögðu fram 23% heildarrekstrarframlags og Ferðamálaráð Íslands um 21%. Úr svörum í könnuninni má lesa að afgerandi meirihluti umsjónaraðila taldi nauðsynlegt að rekstrarframlög hækkuðu verulega til að hægt yrði að auka rekstraröryggi.

Umsjónaraðilar upplýsingamiðstöðva telja besta sóknarfærið í auknum tekjum liggja í bókunarþjónustu en fram kom í könnuninni að sértekjur vegna rekstrar á tjaldsvæðum var besta sértekjulind upplýsingamiðstöðvanna.

Samkvæmt könnuninni er afgerandi meirihluti umsjónaraðila upplýsingamiðstöðvanna á þeirri skoðun að náttúrutengd ferðaþjónusta sé helsti styrkleiki greinarinnar. Nauðsynlegt sé að efla samstarf innan greinarinnar og ná fram aukinni hagræðingu til að auka arðsemi rekstrarins.

Hægt er að lesa skýrsluna hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389