Fréttir
Greinargerð um flutningsjöfnunarstyrki 2019
Byggðastofnun hefur haft umsjón með styrkveitingum vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar frá árinu 2012. Markmið laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa þ.a.l. við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.
Opnað var fyrir rafrænar umsóknir í mars sl. en umsóknarfrestur er til 31. mars ár hvert fyrir næstliðið almanaksár. Samtals bárust 78 umsóknir frá 76 lögaðilum. Heildarfjárhæð styrkja nam um 166,9 milljónum króna samanborið við um 161,6 milljónir króna árið 2018 en alls voru 73 umsóknir samþykktar.
Sl. haust fór fram vinna við breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Ákveðið var að útvíkka styrkina í samræmi við tillögur í greinargerð ársins 2017. Lagabreytingin gekk í gegn um áramótin og var breytingin tvíþætt:
- Lágmarksvegalengd var skilgreind 150 km en var áður 245 km.
- Grænmetisbændur sem fullvinna vöru sína í söluhæfar umbúðir var bætt inn, en framleiðslan verður að falla undir flokk 01.1 og 01.2 í A-bálki íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008.
Einnig var sett inn grein er snýr að því að öll fjárhæð sem sett er í verkefnið á fjárlögum verður nýtt í verkefnið, þ.e. kostnað Byggðastofnunar og útgreiðslu styrkja. Árið 2019 voru 170 m.kr. settar í verkefnið og skiptist það þannig að 3,1 m.kr. fór til greiðslu á kostnaði Byggðastofnunar og 166,9 m.kr. til styrkþega. Eftir yfirferð voru styrkumsóknir 214,5 m.kr. og fengu því styrkþegar 77,8% af þeirri fjárhæð.
Umsjón með verkefninu höfðu Hrund Pétursdóttir (hrund@byggdastofnun.is) og Laufey Kristín Skúladóttir (laufey@byggdastofnun.is)
Hér má nálgast greinargerðina.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember