Fara í efni  

Fréttir

Græn lán

Fram til ársins 2013 var aðeins einn lánaflokkur í boði hjá stofnuninni, almenn lán í íslenskum krónum eða erlendum myntum. Síðan þá hafa þrír nýir flokkar bæst við og þjónustuframboð því aukist verulega. Um er ræða lán til jarðakaupa eða endurbóta í landbúnaði, lán til stuðnings atvinnurekstri kvenna og sérstök lán til nýsköpunarverkefna. 

Mikilvægt er að stofnunin fylgist áfram með þróun atvinnulífs í landsbyggðunum og hvort lánaflokkarnir þjóni tilgangi hennar sem best. Auk þess er nauðsynlegt að meta með hvaða hætti væri hægt að dreifa lánveitingum jafnar á milli atvinnugreina, en ferðaþjónusta og landbúnaður töldu um áramótin um 62% af lánasafni stofnunarinnar. Þá er ljóst að umhverfismál eru flestum hugleikin. Það má lesa úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, umhverfisstefnu Byggðastofnunar, áhersluatriðum nýrrar byggðaáætlunar og svo mætti lengi telja. 

Eftirsóknavert er því að skapa sérstakan lánaflokk til umhverfisvænna verkefna með einhverjum hætti, svokölluð Græn lán. Þessi lán eru nú veitt til verkefna sem með einum eða öðrum hætti stuðla að umhverfisvernd, s.s. nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa (smávirkjana, vatns-, vind- og sólarorku, lífgas...), bættrar orkunýtni (í iðnaði, atvinnuhúsnæði og í samgöngum), mengunarvarna, bættrar auðlindanotkunar (söfnun úrgangs, meðhöndlun, endurvinnsla, endurnotkun, orkuvinnsla, meðferð spilliefna), lífrænnar matvælaframleiðslu o.s.frv. 

Nánari upplýsingar um lánaflokkinn má nálgast hér á heimasíðu Byggðastofnunar undir "Fjármögnun>Lán>Lánaflokkar". 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389