Fréttir
Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn
Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs ses var haldinn á Raufarhöfn miðvikudaginn 11. júní sl. en stjórnina skipa eftirtaldir aðilar:
- Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands - formaður stjórnar.
- Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands en hún er fulltrúi Háskólans á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar – varaformaður stjórnar.
- Starri Heiðmarsson fagsviðsstjóri og fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands – ritari stjórnar.
- Hlynur Óskarsson dósent og fulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands.
- Níels Árni Lund skrifstofustjóri og fulltrúi Norðurþings.
Fundurinn hófst á hádegisverði á Hótel Norðurljósum en síðan var fundað í gistiheimilinu Hreiðrinu, sem mun hýsa aðstöðu rannsóknastöðvarinnar til að byrja með.
Í upphafi fundar afhentu Kristján Þórhallur Halldórsson, starfsmaður Byggðastofnunar á Raufarhöfn og Þorkell Lindberg stjórninni staðfesta skipulagsskrá stöðvarinnar og báru henni um leið góðar kveðjur frá Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar og Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra Norðurþings, en Byggðastofnun, Náttúrustofan og Norðurþing eru stofnaðilar stöðvarinnar. Á fundinum var farið yfir næstu skref varðandi starfsemi stöðvarinnar og var mikill hugur í stjórnarmönnum um að gera veg rannsóknastöðvarinnar sem mestan og bestan. Samþykkt var að stöðin myndi gerast formlegur aðili að INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Artic) sem er alþjóðlegt net rannsóknastöðva á heimskautasvæðum, en í þeirri aðild felast ýmis tækifæri fyrir starfsemi og rekstur stöðvarinnar. Auk þess lögðu stjórnarmenn áherslu á að stöðin verði kynnt sem víðast ásamt því að henni verði tryggt fjármagn til rekstrar næstu árin. Til framtíðar er stefnt að ráðningu framkvæmdastjóra fyrir stöðina. Vonir standa til að vísindamenn muni nýta sér aðstöðu stöðvarinnar strax í sumar.
Að loknum fundi var farið í skoðunarferð um Melrakkasléttu undir leiðsögn heimamannanna Guðmundar Arnar Benediktssonar frá Kópaskeri og Níelsar Árna Lund.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember