Fara í efni  

Fréttir

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Hrísey

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Hrísey
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar

Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í verkefninu „Brothættar byggðir“ í Hrísey var haldinn sl. fimmtudag, 10. september. Á fundinn mættu fulltrúar Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Eyþings og íbúa í Hrísey. Rætt var um stöðuna í Hrísey bæði hvað varðar atvinnulíf og samfélag og um skipulag samstarfsins framundan. Fundarmenn voru sammála um að taka upp þráðinn frá málþingi sem Áhugahópur um framtíð Hríseyjar stóð fyrir haustið 2013. Þar var rætt um margvísleg mál sem snertir Hríseyinga og full ástæða þykir til að fylgja eftir.

Sótt var um þátttöku fyrir Hrísey í verkefninu Brothættar byggðir vorið 2014, en af ýmsum ástæðum tafðist afgreiðsla umsókna þar til í júní á þessu ári. Rök með umsókn fyrir Hrísey voru m.a. áföll í atvinnulífi, fækkun íbúa, brottflutningur ungs fólks og skekkt aldursdreifing. Í kjölfar áfalla í atvinnulífi Hríseyjar var áhugahópurinn stofnaður og á vegum hans var haldið íbúaþing haustið 2013. Íbúaþingið var mjög vel sótt og samantekt umræðu greinargóð og er því traustur grunnur til að byggja verkefnavinnuna á. Sú vinna sem Áhugahópur um framtíð Hríseyjar og íbúar hafa þegar lagt á sig í þágu samfélagsins gefa verkefninu fljúgandi start ef svo má segja. Því er að sinni ekki stefnt að íbúaþingi svo sem haldið hefur verið í öðrum þátttökubyggðarlögum í upphafi verkefnisins um brothættar byggðir.

Í umræðum um stöðu samfélagsins í Hrísey kom fram að eyjarskeggjar glíma við aðstæður sem sumpart eru sameiginlegar með öðrum brothættum byggðarlögum.  Má þar nefna fækkun íbúa, einkum barna, skekkta aldursdreifingu, einhæfni í atvinnulífi og ófullnægjandi nettengingar. Á hinn bóginn skapar eyjarsamfélag og  ferjusiglingar Hrísey ákveðna sérstöðu. Í umfjöllun málþings kemur fram einbeittur vilji heimamanna til að takast á við aðsteðjandi vanda og nýta tækifæri sem meðal annars kunna að felast í sérstöðu eyjarinnar og samfélagsins þar.

Á næstu vikum verður lögð áhersla á að greina niðurstöður málþingsins, svo og aðrar upplýsingar um stöðu samfélagsins og móta drög að áherslum verkefnisins. Í framhaldi af því er stefnt að samráði við íbúa og nánari útfærslu aðgerða.  Virk þátttaka íbúa er hér sem í öðrum verkefnum „Brothættra byggða“ mikilvæg forsenda fyrir árangri.

Gerður verður samstarfssamningur um framkvæmd verkefnisins. Stefnt er að næsta fundi verkefnisstjórnar í Hrísey, föstudaginn 2. október og fund með íbúum er kemur fram á haustið eða í byrjun vetrar.

Í verkefnisstjórn sitja:

Matthías Rögnvaldsson Akureyrarbæ, Gunnar Gíslason Eyþingi, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson AFE, Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun og Anton M. Steinarsson og Linda M. Ásgeirsdóttir sem fulltrúar íbúa í Hrísey, auk þess sem Albertína Friðbjörg Elíasdóttir frá Akureyrarbæ mun fylgjast náið með starfinu og sitja fundi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389