Fréttir
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða á Bakkafirði
Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði föstudaginn 15. mars. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og það rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði.
Rætt var um stöðuna í byggðarlaginu og bar þar margt á góma en ríkisstjórn hefur samþykkt tillögur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eflingu byggðar við Bakkaflóa. Tillögurnar voru settar fram í skýrslu nefndar sem ráðherra skipaði til að fjalla um málefni byggðarinnar. Í skýrslunni kemur fram að standi vilji til þess að bregðast við neikvæðri byggðaþróun með afgerandi hætti þurfi það að gerast fljótt svo að viðleitni í þágu byggðar við Bakkaflóa verði þegar vart heima í héraði. Líta má á upphaf verkefnisins um Brothættar byggðir sem lið í þeirri viðleitni. Jafnfram leggur nefndin til að ríkið verji allt að 40 milljónum króna á ári í fimm ár til undirbúnings verkefna á Bakkaflóasvæðinu og að samningur þar um verði endurskoðaður að tveimur árum liðnum.
Fulltrúar í verkefnisstjórn eru spennt fyrir samstarfi í verkefninu og fram kom hjá fulltrúum íbúa að þeri telja íbúa áhugasama um þátttöku. Íbúar völdu fulltrúa sína í verkefnisstjórn í kosningum í febrúar síðastliðnum. Það var táknrænt fyrir væntingar um árangur af verkefninu á Bakkafirði að kosningar voru haldnar í húsnæði verslunarinnar sem nú er unnið að endurbótum á með það fyrir augum að opna þar pöntunarþjónustu og kaffi- og veitingaaðstöðu fyrir íbúa og gesti. Verkefnisstjórnin kynnti sér endurbætur á húsinu í lok fundar.
Á fundinum var einnig kynnt og undirritað rammasamkomulag sveitarfélagsins við Þorkel Gíslason um umsjón tjaldsvæðis, uppsetningu þjónustumiðstöðvar, verslunar og verslunarþjónustu í áður nefndu verslunarhúsnæði og uppsetningu og reksturs gistiheimilis í skólahúsnæðinu á Bakkafirði.
Næstu skref eru að halda íbúaþing og vinna að stefnumótun fyrir verkefnið. Ákveðið var að halda þingið helgina 30. – 31. mars. Einnig er stefnt að því að auglýsa eftir verkefnisstjóra á næstu vikum.
Í verkefnisstjórn sitja Arnmundur Marinósson, Mariusz Mozejko fulltrúar íbúa og Þorkell Gíslason til vara. Elías Pétursson og Þorsteinn Ægir Egilsson fyrir Langanesbyggð, Hilda Hana Gísladóttir, fulltrúi Evþings, Reinhard Reynisson, fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eva Pandora Baldursdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun. Á myndina vantar Hildu Jönu Gísladóttur.
Hluti verkefnisstjórnarinnar skoða verslunarhúsnæðið
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember