Fréttir
Frumkvæði og dugnaður í Brothættum byggðum
Ársskýrsla fyrir árið 2023 um verkefnið Brothættar byggðir hefur verið gefin út.
Ýmsar vísbendingar eru um að verkefnið hafi haft jákvæð áhrif í þátttökubyggðarlögunum til þessa. Aukin virkni, samstaða íbúa og tilurð fjölda nýrra verkefna í byggðalögunum eru dæmi um jákvæð áhrif sem verkefnið hefur haft.
Könnun
Í lok árs 2023 var gerð könnun á viðhorfi þeirra sem höfðu hlotið styrki í Brothættum byggðum árin 2020-2023. Þátttaka í könnuninni var framar vonum og kom þar fram að styrkur úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða skipti 90% svarenda máli og 60% svarenda töldu ólíklegt að þau hefðu hrundið verkefnum sínum í framkvæmd án styrks frá Brothættum byggðum.
Ársskýrsla Brothættra byggða 2023
Í ársskýrslunni má sjá auk ofangreindra atriða, yfirlit yfir helstu þætti í starfi Byggðastofnunar og samstarfsaðila víða um land sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Skýrslan byggir að miklu leyti á ársskýrslum verkefnisstjóra í einstökum byggðarlögum, auk viðbótarefnis, svo sem samantekta og heildaryfirlits frá verkefnisstjórum verkefnisins á landsvísu hjá Byggðastofnun.
Á árinu 2023 voru fimm byggðarlög í virkri þátttöku í Brothættum byggðum, Dalabyggð, Árneshreppur, Strandabyggð, Bakkafjörður og Stöðvarfjörður. Þar af voru Árneshreppur, Strandabyggð og Bakkafjörður á síðasta ári verkefnisins þar til tekin var ákvörðun af stjórn Byggðastofnunar á seinni hluta árs um að framlengja verkefnin í Strandabyggð og á Bakkafirði um eitt ár, til loka árs 2024.
Áhrifamat
Byggðastofnun lét framkvæma áhrifamat á verkefninu Brothættar byggðir á árinu 2023. Samningur var gerður við KPMG vegna áhrifamatsins sem stóð yfir frá mars til október 2023. Niðurstöður matsins voru kynntar á afmælismálþingi Brothættra byggða sem haldið var á Raufarhöfn 5. október 2023. Í áhrifamatinu fólst að greina stöðu á verkefninu í heild, þ.m.t. áhrif verkefnisins á þau fjórtán byggðarlög sem hafa tekið þátt í byggðaþróunarverkefninu til þessa.
Vel heppnað afmælismálþing á Raufarhöfn
Blásið var til sóknar og skapaður vettvangur þar sem hagaðilar í Brothættum byggðum komu saman og fóru yfir árangur og stöðu byggðarlaga sem tekið hafa þátt í verkefninu frá upphafi. Tilefnið var að rúmur áratugur er liðinn frá því að verkefnið hóf göngu sína á Raufarhöfn og því þótti við hæfi að bjóða til afmælismálþings einmitt þar sem verkefninu var ýtt úr vör. Málþingið var mjög vel sótt og komu gestir að úr öllum landshlutum. Málþingið varpaði ljósi á stöðu verkefnisins á breiðum grunni og er gott veganesti í áætlanagerð og ákvarðanatöku um næstu skref í verkefninu Brothættar byggðir.
Um ofangreind atriði og ýmislegt fleira er fjallað í ársskýrslu Brothættra byggða fyrir árið 2023. Sjá má skýrsluna hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember