Fréttir
Framtíð fyrir brothættar byggðir
Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps.
Markmiðið er m.a. að leiða fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra.
Aðferðin byggist á að halda tveggja daga íbúaþing þar sem rædd er staða byggðarinnar og leiðir til úrlausna. Á íbúaþinginu leggja íbúarnir sjálfir til umræðuefni og raða viðfangsefnunum eftir mikilvægi. Framhald verkefnisins byggir á niðurstöðum íbúaþingsins og eru íbúar upplýstir um hvernig skilaboð þingsins eru höfð til hliðsjónar og málum fylgt eftir, t.d. með því að kynna áherslur íbúa fyrir ríkisvaldi og stofnunum.
Í verkefnisstjórn á hverjum stað sitja fulltrúar Byggðastofnunar, sveitarfélagsins, landshlutasamtaka sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélags og íbúa. Verkefnið hefur nú þegar skilað umtalsverðum árangri við að virkja heimamenn.
Svæðin fjögur sem nú er unnið á eiga sameiginlegt að þar hefur á síðustu árum verið mikil fólksfækkun og skekkt aldursdreifing. Allir þessir staðir eru á svokölluðum köldum svæðum og skortur er á húsnæði, sérstaklega íbúðarhúsnæði á leigumarkaði.
Verið er að móta verkefnið til framtíðar, byggt á þeirri reynslu sem þegar hefur fengist, þannig að það geti orðið verkfæri eða viðvarandi áætlun til að taka á alvarlegum vanda einstakra byggðarlaga, vegna neikvæðrar íbúaþróunar og/eða vanda í atvinnulífi.
Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir umsækjendum um þátttöku í verkefninu og hér má sjá hvernig standa skal að þeirri umsókn. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi. Auglýsing sem birtist í dagblöðum má nálgast hér
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember