Fara í efni  

Fréttir

Framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum

Framtíð byggðaþróunar á Norðurlöndum
Frá Akureyri

Opin ráðstefna fimmtudaginn 12. september haldin í Háskólanum á Akureyri frá kl. 9-17.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Byggðastofnun og Nordregio (rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum) boða til fundar fimmtudaginn 12. september nk. í Háskólanum á Akureyri um tækifæri og áskoranir í byggðaþróun.

Nú er að hefjast undirbúningur að nýrri norrænni samstarfsáætlun um byggðaþróun og skipulagsmál fyrir árin 2021-2024. Að því tilefni hafa leiðandi norrænir og alþjóðlegir sérfræðingar verið fengnir til að skoða ákveðna þætti er varða tækifæri og áskoranir í byggðaþróun til framtíðar. Hver sérfræðingur mun leitast við að svara einni tiltekinni spurningu og kynna niðurstöður sínar í fyrirlestri á ráðstefnunni. Fulltrúar frá ýmsum ráðuneytum á Norðurlöndum ræða síðan niðurstöðurnar í lok hvers fyrirlesturs.

Lögð verður áhersla á mismunandi þætti byggðaþróunar, t.d. velferð, þéttbýlismyndun, dreifbýlisþróun, loftslagsmál, þróun á norðurslóðum og margt fleira. Hvað af þessu hefur skipt mestu máli fram að þessu? Hver eru mikilvægustu tækifærin og áskoranirnar fyrir framtíðina? Hvernig standa Norðurlöndin og svæði innan þeirra í alþjóðlegu samhengi? Hver ættu helstu áhersluatriði Norðurlanda í byggðaþróun að vera næstu árin?

Ráðstefnan fer fram á ensku og stendur frá kl. 9-17. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Skráðum þátttakendum er boðinn hádegisverður.

Skráning fer fram á vef Stjórnarráðsins (https://forms.gle/Mbr3qYPVxpqjM21k9).

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Opportunities and challenges for future regional development.
Dagskrá:
• 9:00: Opening Address — Eyjólfur Guðmundsson, Rector at the University of Akureyri.
• 9:10: Introduction: Nordic Cooperation on Regional Policy — What topics have been prioritized in the past and what’s in the pipeline for the future? — Kjell Nilsson, Director of Nordregio and Affiliated Professor at University of Copenhagen.
• 9:25: Opportunities and challenges for regional development in the North Atlantic Region — Snorri Bjorn Sigurdsson, Head of Department, Icelandic Regional Development Institute.
• 9:45: What have been the key successes — and shortcomings — of regional development policy over the past 20 years, and what are the key lessons to be drawn? — José Enrique Garcilazo, Head of Regional and Rural Policy Unit, OECD.
• 10:20: Coffee break
• 10:40: The Nordic Welfare State at the crossroads — Joakim Palme, Professor of Political Science, Uppsala University (SE).
• 11:00: Discussants — Gerd Slinning & Katarina Fellman (Isabella Palomba Rydén).
• 11:30: The sustainable Nordic city of tomorrow — Ellen Braae & Henriette Steiner, Professor and Ass. Professor of Landscape Architecture, University of Copenhagen (DK).
• 11:50: Discussants — Jarle Jensen & Olli Vuotilainen (Suvi Anttila).
• 12:30: Lunch
• 13:30: Opportunities and challenges for future rural development policies in the Nordic Region — Gro Marit Grimsrud, Senior Researcher, NORCE Norwegian Research Centre AS (NO).
• 13:50: Discussants — Leif Ehrstén & Maria Eriksson (Eydun Christiansen).
• 14:30: Green transition for resilient Nordic regions — Markku Sotarauta, Professor of Regional Development Studies, University of Tampere (FI).
• 14:50: Discussants — Sara Aasted Paarup & Bjørn Barvik (Linnéa Johansson).
• 15:20: Coffee break
• 15:50: Future opportunities and challenges for the Nordic Arctic Region — Astrid Ogilvie, Senior Scientist. Stefansson, Arctic Institute (IS), and former holder of the Nansen Professorship at University of Akureyri.
• 16:10: Discussants — Ole Fjordgaard Kjær or Thomas Gaarde Madsen & Holger Bisgaard (Halla Nolsøe Poulsen).
• 16:40: Concluding remarks towards a new Nordic Cooperation Programme for Regional Policy — Ragnhildur Hjaltadottir, Permanent Secretary and Hermann Sæmundsson, Director, Ministry of Transport and Local Government (IS).
• 17:00–19:00: Reception at Akureyri Art Museumg


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389