Fara í efni  

Fréttir

Framfarir í öllum byggðarlögum í verkefnum Brothættra byggða

Framfarir í öllum byggðarlögum í verkefnum Brothættra byggða
Frá málþinginu

Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir var haldið á Raufarhöfn 5.október s.l. og sóttu það um áttatíu manns auk þess sem um 2700 horfðu í lengri eða skemmri tíma á streymi frá þinginu á netinu.

Fjórtán byggðalög hafa tekið þátt í verkefninu á rúmum áratug og eru nú í gangi verkefni í fimm byggðarlögum. Meginmarkmið Brothættra byggða er að sporna við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins.

hringur
Þátttakendur prófuðu hringinn góða, sama fyrirkomulag og notast er við á íbúaþingum

 

Fram kom í máli fulltrúa KPMG, Hjálms Hjálmssonar sem kynnti drög að niðurstöðum úttektar um áhrifamat verkefnisins, að það markmið eitt og sér væri líklega of metnaðarfullt og mögulega jafnvel óraunhæft. Verkefnið hafi þó greinilega eflt samtakamátt íbúa og aukið frumkvæði þeirra en það sé ekki nóg eitt og sér. Hjálmur taldi að styrkja þurfi stjórnsýslulega stöðu Brothættra byggða og leita leiða til að tengja verkefnið betur inn í stefnumörkun og áætlanagerð hins opinbera.

Helga Harðardóttir annar fulltrúi verkefnisins hjá Byggðastofnun, segir að reynslan sýni að verkefnið heppnist best ef frumkvæði, virk þátttaka og samstaða íbúa og sveitarfélagsins sé góð. Hún segir að greina megi framfarir í öllum byggðarlögunum fjórtán. Undir þetta tekur Kristján Þ. Halldórsson sem hefur verið fulltrúi verkefnisins frá 2013 og tekið þátt í að móta og leiða öll verkefnin. Hann segir kostnað hins opinbera í hverju byggðarlagi tiltölulega óverulegan þegar horft sé til hve verkefnið er umfangsmikið en alls hafa verið settar rúmar 1300 milljónir í Brothættar byggðir á núvirði, kostnaður sé liðlega 100 milljónir á ári. Kristján segir marga þátttakendur hafa nýtt sér fleiri leiðir til fjármögnunar frumkvæðisverkefna, t.d. með því að sækja um styrki úr Uppbyggingasjóði landshlutanna og aðra sjóði jafnt innan lands sem innan Evrópu. Í því samhengi má nefna að um 500 milljónir hafi komið inn í verkefnið Áfram Árneshreppur á framkvæmdatíma verkefnisins til viðbótar við styrkfé úr Frumkvæðissjóði Áfram Árneshrepps.

 helga kristján
Helga og Kristján voru leyst út með gjöfum í tilefni Hrútadaga.

 

Alda Marín Kristinsdóttir sem stýrði “Betri Borgarfirði” segir hafa skipt sköpum með góðan árangur þess verkefnis, hvað íbúarnir voru samstíga og höfðu mikla trú á því. Trúin hafi líka komið utanfrá. Íbúum á Borgarfirði eystra hafi fjölgað nokkuð, voru 108 þegar verkefnið hófst en þar búi nú 130.

 
Alda Marín frá Borgarfirði eystra

 

Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Brothættra byggða á Bakkafirði, segir að þar hafi tekist að koma í veg fyrir frekari fólksfækkun. Það hafi orðið nokkur fjölgun frá upphafi verkefnisins. Hann segir Brothættar byggðir eins konar sprettverkefni en að komast upp úr öldudalnum sé hinsvegar enginn sprettur og því mikilvægt að sveitarfélögin geti gripið boltann þegar verkefninu ljúki. Þannig sé tryggt að það taki eitthvað við sem viðhaldi því ferli sem unnið er eftir undir merkjum Brothættra byggða.

Gunnar Már Gunnarsson verkefnastjóri Brothættra byggða á Bakkafirði

 

Linda Guðmundsdóttir verkefnisstjóri í DalaAuði segir mestan árangur felast í frumkvæði íbúa og góðu samstarfi við sveitarfélagið sem gefi fyrirheit um gott framhald. Linda segir mikilvægt að ríkið komi með frekari innviðauppbyggingu á svæðinu, því fólk á landsbyggðunum vilji líka malbikaða vegi, öruggt síma-og netsamband og tryggt rafmagn.

Linda Guðmundsdóttir verkefnisstjóri í DalaAuði

 

Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson frumkvöðlar á Borgarfirði eystra hafa byggt upp ferðaþjónustu þar og segja að eftir að Brothættar byggðir komu með verkefnið austur 2018 hafi margt breyst, því styrkirnir gefi byr í seglin og hjálpi frumkvöðlum til að láta hugmyndir rætast. Þannig hafi skapast 12 heilsársstörf eystra sem sé hvati fyrir þau til að halda sér við efnið. Þeirra hvatning til þátttakenda í Brothættum byggðum var að halda í sína drauma og láta engan stoppa sig.

 helgi auður
Auður Vala og Helgi mættu glaðbeitt frá Borgarfirði eystra

 

Eins og áður hefur komið fram eru fimm verkefni í gangi núna og segjast fulltrúar Byggðastofnunar í Brothættum byggðum, Helga og Kristján, að vonir standi til að hægt verði að taka inn fleiri byggðarlög, mögulega eitt á næsta ári.

 

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389