Fara í efni  

Fréttir

Frá gestum til íbúa: Áhrif ferðaþjónustu á íslensk sveitarfélög

Frá gestum til íbúa: Áhrif ferðaþjónustu á íslensk sveitarfélög
Þórður Freyr Sigurðsson

Þórður Freyr Sigurðsson lauk nýverið meistaranámi í sjálfbærri byggðaþróun (e. Sustainable Rural Development) frá University of Highlands and Islands. Lokaverkefni hans „Frá gestum til íbúa: Áhrif ferðaþjónustu á íslensk sveitarfélög“ (e. From visitors to residents: The effects of tourism on Icelandic municipalities) var eitt af fjórum verkefnum meistaranema sem fékk styrk úr Byggðarannsóknasjóði í desember 2022. Viðfangsefni rannsóknarinnar var athugun á áhrifum og samspili ferðaþjónustu á lýðfræðilegar breytingar og þróun landsbyggðar sveitarfélaga á Íslandi. Rannsóknaraðferð var blönduð og fól meðal annars í sér megindlega gagnagreiningu á þróun yfir tíma og samanburð á lýðfræðilegum breytingum milli mismunandi sveitarfélaga.

Niðurstöður benda til þess að samband sé á milli vaxtar ferðaþjónustu og lýðfræðilegra breytinga. Fram kemur að svæði með mikilli ferðaþjónustu séu líklegri til að einkennast af aukinni íbúaveltu og hlutfallslega fleira ungu fólki vegna aðfluttra erlendra ríkisborgara, ungs fólks, sem laðist að atvinnutækifærum í ferðaþjónustu. Bent er á að þessu geti fylgt áskoranir og mögulega aukið félagslegt álag í samfélögum þar sem óstöðugleiki er meiri vegna tíðra flutninga. Skammvinn búseta fólks í tímabundnum störfum í samfélögum sem byggja að stórum hluta á ferðaþjónustu getur þannig dregið úr samheldni samfélaganna og að þau öðlist sameiginlega framtíðarsýn. Höfundur segir það undirstrika þörfina fyrir stefnu sem stuðli að sjálfbærri samþættingu samfélaga. Það sé brýnt fyrir hagsmunaaðila að huga betur að þessum þáttum í stefnumótun með samfélagsátaki sem beinist að því að skapa samfélag án aðgreiningar fyrir alla íbúa óháð því hvort búseta sé langtíma eða til skamms. Þetta þurfi að gera samhliða því að tryggja að ávinningur ferðaþjónustu falli ekki í skuggann af neikvæðum lýðfræðilegum áhrifum. Niðurstöðurnar undirstriki þörfina fyrir samþætta nálgun til að stýra vexti ferðaþjónustu á þann hátt sem styður bæði efnahagslega velmegun og lýðfræðilega og félagslega sjálfbærni þessara samfélaga.

Sjá meistararitgerð: From visitors to residents: The effect of tourism on Icelandic municipalities


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389