Fréttir
Forstöðumaður þróunarsviðs
Byggðastofnun óskar eftir að ráða öflugan og traustan einstakling í starf forstöðumanns þróunarsviðs. Forstöðumaður þróunarsviðs gegnir lykilhlutverki við mótun og framkvæmd byggðastefnu á Íslandi og er hluti af yfirstjórn stofnunarinnar. Starfstöðin er á Sauðárkróki.
Helstu verkefni:
- Dagleg stjórnun sviðsins
- Skipulagning og verkefnastýring
- Gerð og framkvæmd byggðaáætlunar
- Samskipti og samstarf við hagaðila (atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög, opinberar stofnanir og aðra aðila um eflingu búsetuþátta)
- Yfirumsjón með gagnasöfnun og rannsóknum (á sviði atvinnu- og byggðaþróunar)
- Yfirumsjón með opinberum stuðningsaðgerðum í atvinnu- og byggðamálum
- Yfirumsjón með starfi landsskrifstofa NORA, NPA á Íslandi og öðru erlendu samstarfi á tengdu sviði (byggðamála)
- Önnur verkefni í samráði við forstjóra Byggðastofnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Forystu- og leiðtogahæfileikar
- Reynsla af áætlanagerð
- Þekking og reynsla af byggðamálum
- Reynsla af greiningarvinnu og góð greiningahæfni
- Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum og að takast á við álag í starfi
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum
- Tjáning í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði. Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
Þar sem karlar eru í meirihluta yfirstjórnar stofnunarinnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF).
Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Byggðastofnun hefur það markmið að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn. Hjá stofnuninni starfa 28 starfsmenn með fjölbreytta reynslu. Byggðastofnun mun vorið 2020 taka í notkun nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína þar sem aðbúnaður starfsfólks verður eins og best gerist.
Sauðárkrókur er einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar með fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Fjölbreytt þjónusta er í boði, kröftugt menningarlíf og öflugt íþróttalíf. Boðið er upp á skóla á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru um 3.900 talsins.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september nk.
Sækja skal um starfið á vef Capacent www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember