Fara í efni  

Fréttir

Forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar

Byggðastofnun leitar að öflugum og traustum einstaklingi til starfa sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs. Starfsstöð er í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á byggðamálum og metnað til þess að jafna tækifæri landsmanna allra til atvinnu og búsetu. Forstöðumaður fyrirtækjasviðs er jafnframt staðgengill forstjóra og varaformaður lánanefndar.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.  Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning SSF.

Helstu verkefni

  • Yfirumsjón með starfi fyrirtækjasviðs
  • Stjórnun, skipulag og útdeiling verkefna á sviðinu og umsjón með greiningu lánsbeiðna
  • Umsjón með áhættumati útlána- og hlutabréfasafns og gerð tölfræðiupplýsinga um safnið
  • Ábyrgð á útborgun lána og eftirfylgni
  • Ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina stofnunarinnar og annarra hagsmunaaðila
  • Ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum stjórnar sem falla undir sviðið

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta- eða hagfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg
  • Góð fjármálaþekking og reynsla af lána- og/eða bankastarfsemi
  • Góð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu
  • Forystu- og leiðtogahæfileikar
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Mikið frumkvæði í starfi auk hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi
  • Reynsla af greiningarvinnu og mjög góð greiningarhæfni
  • Færni í textagerð og miðlun rannsóknaniðurstaðna
  • Drifkraftur og metnaður til þess að efla starf stofnunarinnar, m.a. með fyrirlestrum og kynningum
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknin getur gilt í sex mánuði frá birtingu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Senda skal umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is.

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2022

Frekari upplýsingar um starfið veitir Arnar Már Elíasson forstjóri, arnar@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400.

Sjá auglýsingu


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389