Fara í efni  

Fréttir

Forstöðumaður fyrirtækjasviðs

Forstöðumaður fyrirtækjasviðs
Skrifstofa Byggðastofnunar

Byggðastofnun óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann fyrirtækjasviðs.  Helstu verkefni fyrirtækjasviðs eru að halda utan um og greina lánsumsóknir og gera í þeim tillögur um afgreiðslu til lánanefndar og stjórnar.  Annast útborgun lána og eftirfylgni á lánstímanum.  Aðstoð og ráðgjöf til viðskiptavina stofnunarinnar auk ýmissa annarra verkefna í nánu samstarfi við þróunarsvið Byggðastofnunar. Forstöðumaður ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni þessara þátta, hefur umsjón með áhættumati útlánasafns og gerð tölfræðiupplýsinga sem því tengjast og vinnur að stefnumörkun fyrir starfsemi sviðsins í samráði við forstjóra og stjórn.  Forstöðumaður fyrirtækjasviðs er staðgengill forstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta- eða hagfræði eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Góð fjármálaþekking og reynsla af lána- og bankastarfsemi
  • Þekking eða reynsla af stjórnun og rekstri
  • Góð færni í að tjá sig í rituðu og töluðu máli

Starfið krefst:

  • Greiningarhæfni og eiginleika til að hafa góða yfirsýn
  • Mikillar hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæðis, áhuga og metnaðar í starfi ásamt hæfni til að vinna sjálfstætt og í hópi
  • Nákvæmni agaðra vinnubragða og hæfni til að vinna undir álagi

Um starfið gilda verklagsreglur Byggðastofnunar um útlánastarfsemi, fjármála- og eignaumsýslu, og siðareglur Byggðastofnunar, sjá nánar á heimasíðu stofnunarinnar, http://www.byggdastofnun.is.  Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og samtaka atvinnulífsins.  Aðsetur Byggðastofnunar er á Sauðárkróki.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, eða í hans fjarveru Magnús Helgason forstöðumaður rekstrarsviðs, í síma 455-5400. Umsóknir skulu sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, eða á netfangið byggdastofnun@byggdastofnun.is fyrir 24. september næstkomandi.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389