Fara í efni  

Fréttir

Flutningur ríkisstarfa í landsbyggðirnar

Í gær undirrituðu Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar og Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar samning um styrk vegna óstaðbundinna starfa. Annars vegar var um ræða samning vegna óstaðbundins starfs á vegum Útlendingastofnunar sem staðsett verður í húsnæði Sýslumannsembættisins á Húsavík og hins vegar starfs sömu stofnunar sem staðsett verður í vinnustaðaklasanum Útibúinu á Hvammstanga.

Samningarnir eru gerðir á grundvelli aðgerðar B.7. um óstaðbundin störf í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Markmið verkefnisins er að leitast við að efla búsetufrelsi með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa í landsbyggðunum. Aðgerðinni er sömuleiðis ætlað að hækka hlutfall stöðugilda á vegum ríkisins í landsbyggðunum og styrkja þannig búsetu í byggðum landsins.

Einnig hafa þegar verið samþykktir styrkir vegna þriggja annarra starfa. Þau eru starf skjalvarðar Þjóðskjalasafns Íslands á Neskaupstað, starf lögfræðings hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í Suðurnesjabæ og starf sérfræðings hjá Embætti landlæknis á Akranesi.

Ríkisstofnanir sem hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu geta sótt um styrki vegna nýrra starfa utan svæðisins eða starfa sem verða færð frá höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. nóvember 2024. Styrkjunum er ætlað að koma til móts við ferðakostnað og leigu á aðstöðu í vinnustaðaklösum. Veita má styrk til stofnunar vegna starfs til allt að þriggja ára. Hámarksstuðningur við hvert starf getur numið allt að 2 milljónum króna á ári. 

Sjá nánar í auglýsingu um verkefnið

Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar og Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðstofnunar handsala samninga.

Fulltrúar innviðaráðuneytisins, Útlendingastofnunar, Byggðastofnunar og Sýslumannsins á Norðurlandi eystra eftir undirritun fyrir utan skrifstofu Sýslumannsins á Húsavík.

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389