Fara í efni  

Fréttir

Flutningsjöfnunarstyrkir – 170 milljónir króna

Greiddar hafa verið tæplega 170 milljónir króna í svo kallaðan flutningsjöfnunarstyrk á þessu ári. Markmiðið er að styðja framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna kostnað framleiðenda við flutning á vörum sínum. Þetta á við þá sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa af þeim sökum við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur sem eru nær markaðinum.

Opnað var fyrir rafrænar umsóknir í mars en umsóknarfrestur er til 31. mars ár hvert fyrir síðastliðið almanaksár. Á þessu ári bárust umsóknir frá 63 aðilum vegna kostnaðar við flutning á árinu 2012. Samþykktar umsóknir voru 58 en 8 var synjað.

Fyrirtæki á Norðurland eystra fengu mest í sinn hlut, eða rétt tæplega 100 milljónir króna. Vestfirðir komu þar næst með tæplega 40 milljónir og Norðurland vestra með rúmlega 20 milljónir (sjá mynd). Fyrirtæki á Suðurnesjum fengu minnst, eða 243 þúsund krónur.

Byggðastofnun hóf vinnu í janúar við umsóknarferil flutningsjöfnunarstyrkja samkvæmt lögum nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkir styrkir eru veittir á Íslandi og var því undirbúningur og kynning á umsóknaferlinu mikill. Umsjón með móttöku og yfirferð umsókna hafði Anna Lea Gestsdóttir, lánasérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar.

Skipting flutningsstyrkja


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389