Fara í efni  

Fréttir

Fleiri atvinnutækifæri eru málið! Skilaboð íbúaþings í Breiðdalshreppi

Fleiri atvinnutækifæri eru málið!  Skilaboð íbúaþings í Breiðdalshreppi
Frá íbúafundinum í Breiðdalsvík

Það vantar fleiri atvinnutækifæri á Breiðdalsvík til að renna stoðum undir byggðina og möguleikarnir eru fjölmargir.  Þetta voru einróma skilaboð íbúaþings sem haldið var helgina 2. – 3. nóvember með um 50 þátttakendum.

Ýmsar hugmyndir komu fram um nýtingu frystihússins, sem nú stendur að mestu autt.  Þátttendur sáu fyrir sér að húsinu mætti  skipta upp í rými fyrir margskonar starfsemi, á vegum fyrirtækja, einstaklinga og Breiðdalshrepps.  Þá var rædd og útfærð hugmynd um slipp fyrir báta undir 30 tonnum.  Meðal fleiri hugmynda um atvinnusköpun má nefna fjölbreytta matvælavinnslu og merkingu á afurðum úr héraði, ferðaþjónustu, með áherslu á afþreyingu sem byggir á sérstöðu svæðisins, menningu, sögu og náttúru.  Rætt var um stuðning við frumkvöðla, t.d. með frumkvöðlasetri og frumkvöðlaviku, eflingu Breiðdalsseturs, með áherslu á jarðfræði, málvísindi og sögu.  Fram fór umræða um leiðir til að fjölga opinberum störfum, sem hefur fækkað úr 12 í tvö á rúmum 30 árum.  Einnig var rætt um uppbyggingu Einarsseturs, til minningar um sr. Einar Sigurðsson, sem var eitt afkastamesta ljóðskáld þjóðarinnar og ættfaðir allra núlifandi Íslendinga.

Lögð var áhersla á góðar samgöngur og áhugi á eflingu almenningssamgangna, með auknu samstarfi þeirra sem að rútuferðum standa í dag.  Kallað var eftir því að loforð yfirvalda um að klára vegagerð í botni Breiðdals verði endurvakið og að í stað uppbyggingar á veginum um Öxi, verði stefnt að gangnagerð undir Breiðdalsheiði og Berufjarðarskarð.

Kortlagðir voru kostir og gallar við sameiningu við önnur sveitarfélög, annars vegar Fjarðabyggð og hins vegar Fljótsdalshérað, en niðurstaðan var sú að lítill áhugi er á sameiningu.

Umhverfismál og umgengni voru Breiðdælingum ofarlega í huga og mikill vilji til að halda ásýnd sveitarfélagsins góðri.  Gott göngustígakerfi er á Breiðdalsvík og kom fram áhugi á að bæta stígana, merkja og gera göngukort.

Ákveðið var að stofna „skemmtinefnd Breiðdals“, til að stuðla að aukinni samveru og var m.a. rætt um nýtingu á íþróttahúsinu og sundlauginni og bæjarhátíð.

Ungir Breiðdælingar sem eru búsettir utan Austurlands vegna náms og starfa, mynduðu hóp á Facebook og komu þannig ýmsum hugmyndum inn í umræðuna.  Ein þessara hugmynda var rædd í þaula á þinginu og líklegt að hún verði að veruleika.  Ekki er rétt að greina frá henni að svo stöddu, svo henni verði ekki stolið!

Þingið var hluti af verkefninu „Breiðdælingar móta framtíðina“ á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við Breiðdalshrepp, Austurbrú, SSA og íbúa, en Byggðastofnun vinnur nú að sambærilegum verkefnum á þremur öðrum stöðum í svokölluðum „Brothættum byggðum“.  Umsjón með íbúafundum og þingum er í höndum Ildis, þjónustu og ráðgjafar.

Í lok þings lýstu þátttakendur ánægju með þann samhljóm sem skapaðist á þinginu og lögðu áherslu á að halda  áfram  á að leggja saman kraftana, því eins og það var orðað á þinginu:  „Hver er sinnar „kæfu“ smiður en menn þurfa stundum stuðning og samvinna er frekar til þess að allir vinna“.

Verkefnisstjórn  mun  nú vinna frekar úr skilaboðum þingsins og marka stefnu um eftirfylgni, sem síðan verður kynnt á fundi  með íbúum, í janúar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389