Fara í efni  

Fréttir

Fjórtán ný NORA verkefni með íslenskri þátttöku

Á stjórnarfundi NORA í lok maí sl. var ákveðið að styrkja 18 ný verkefni á vegum NORA, og taka íslenskir aðilar þátt í 14 verkefnum eða 78% allra verkefna, sem telja verður mjög góðan árangur.  NORA er skammstöfun sem stendur fyrir Nordisk Atlantsamarbejde og kallast Norræna Atlantsnefndin á íslensku. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og telst vera hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamvinnu.


Starfssvæði NORA er Ísland, Færeyjar, Grænland og Norður- og Vestur-Noregur. Markmið NORA er að efla samstarf innan starfssvæðis NORA með því að styðja við atvinnu- og byggðaþróunarverkefni. Miðlun þekkingar og reynslu innan svæðisins er talin mikilvæg leið til að yfirvinna hindranir sem felast í miklum fjarlægðum og strjálbýli.  Verkefni sem miða að auknu samstarf yfir landamæri, hafa aukið gildi sitt, ekki síst með aukinni alþjóðavæðingu. Alþjóðleg samvinna svæða og fyrirtækja hefur aukið samkeppnishæfni viðkomandi aðila og þar með verðmætasköpun og árangur.  Verkefni innan NORA hafa skilað verulegum árangri, ekki síst hvað varðar þekkingarmiðlun, samstarf og markaðssókn hinna ýmsu aðila sem tekið hafa þátt.  

NORA veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi. Formlegur umsóknarfrestur er einu sinni á ári og styrkir eru veittir að undangengnu mati sérfræðinga – innanlands sem og í öðrum aðildarlöndum. Til að fá styrk þarf að vera um samstarfsverkefni á milli landanna að ræða.

NORA veitti að þessu sinni styrki að heildarupphæð 47 milljónir íslenskra króna. Verkefnin eru styrkt til eins árs í senn og eru styrkir veittir til allt að 50% af heildarkostnaði verkefna en eru þó aldrei hærri en kr. 5,8  m.kr. Að þessu sinni voru verkefnin sem sóttu um styrki mjög fjölbreytt.  Hér á eftir er stutt lýsing á þeim íslensku verkefnum er hlutu styrk í júní 2003. 

Baldur – kortagagnagrunnur um ferðaþjónustu– Gerð kortagagnagrunns um ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta bænda tekur þátt í verkefninu ásamt færeyskum og norskum aðilum.

Íþrótta og menningarferðaþjónusta– Samstarf íslenskrar og færeyskar ferðaskrifstofu um að auka samstarf í ferðaþjónustu milli Íslands og Færeyja sérstaklega m.t.t. íþrótta- og skólaferða. NORA styrkti þann hluta verkefnisins sem hefur með tengslamyndun og þekkingaryfirfærslu að gera. IT ferðir taka þátt í verkefninu ásamt færeyskri ferðaskrifstofu.

BREIÐ- kræklingaeldi- Þróun nýrra aðferða við kræklingaeldi. Fyrirtækið Breið og Veiðimálastofnun taka þátt í verkefninu ásamt fyrirtæki í Noregi.

Viltur þorskur eða eldis þorskur– Forverkefni fyrir umsókn í Norðurslóðaáætlun ESB. Skoða á mun á villtum þorski og eldisþorski. Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins leiðir verkefnið en einnig taka þátt tvær færeyskar rannsóknarstofnanir.

Seiðaeldi– Rannsaka á skilyrði fyrir hámarks vexti þorskseiða í fiskeldi. Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins, Hólaskóli og Fiskey hf. taka þátt í verkefninu ásamt færeyskri rannsóknarstofnun.

Rafræn afladagbók– Þróun á rafrænni afladagbók. Yfirfærsla á þekkingu frá Íslandi til Færeyja.  Sjávarútvegsstofnun HÍ og fyrirtækið Radiomiðun leiða verkefnið.

 

Smá þorskhöfuð – Þróun tækis til að afhausa smáan þorsk um borð í togurum. Íslenska fyrirtækið MESA tekur þátt í verkefninu ásamt færeysku fyrirtæki. 

 

Köfunarbátur til hafbotnsrannsókna– Þróun köfunarbáts til hafbotnsrannsókna. Fyrirtækið Hafmyndir tekur þátt í verkefninu ásamt færeysku fyrirtæki.

Framleiðsla sands 2– Framleiðsla sands til byggingariðnaðar. Hönnun hf. tekur þátt í verkefninu ásamt norskum og grænlenskum aðilum.

Jarðaberjaræktun– Þróun jarðaberjaræktunar á Íslandi með þekkingaryfirfærslu frá Noregi. Garðyrkjuskóli ríkisins tekur þátt í verkefninu með norskum aðilum.

Gluggi til heimsins– Alþjóðlegt mót ungra leiðtoga verður haldið Nuuk í mars 2004. NORA veitti ferðastyrk til þátttakenda frá NORA löndunum.

Nýsköpunarumhverfi smárra samfélaga– Rannsókn á nýsköpunarumhverfi smárra samfélaga á norðurslóðum. Umsækjendur eru á vegum UNESCO verkefnisins MOST – CCPP http://www.uit.no/MostCCPP/ en íslenskir aðilar munu einnig tengjast verkefninu.

Syslab - tengslanet– Uppbygging tengslanets meðal stofnana sem veita ráðgjöf til fyrirtækja í olíu og gasiðnaði, fiskiðnaði, fiskeldi og framleiðsluiðnaði. Iðntæknistofnun tekur þátt í verkefninu ásamt aðilum frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi.

Tískusýning í miðnætursól (Midnight sun fashion show)– Alþjóðleg tískusýning á Íslandi.  NORA veitti ferðastyrk til þátttakenda frá NORA löndunum.

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári, að jafnaði síðla vetrar og eru umsóknir afgreiddar að vori. Einnig er hægt er að sækja um styrk á öðrum tímum.

Byggðastofnun rekur skrifstofu NORA á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunar Ingunn Helga Bjarnadóttir – ingunn@byggdastofnun.is    Á heimasíðu Byggðastofnunar má finna nánari upplýsingar um NORA: http://www.byggdastofnun.is/ErlentSamstarf/NORA

Einnig má finna ítarlegar upplýsingar um NORA á heimasíðunni: http://www.nora.fo/


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389