Fara í efni  

Fréttir

Fjölbreytt verkefni í Betri Bakkafirði

Fjölbreytt verkefni í Betri Bakkafirði
Frá íbúafundi á Bakkafirði

Þrátt fyrir smæð samfélagsins á Bakkafirði og nærsveitum er óhætt að segja að ekki skorti á frumkvöðlahugsun og kjark til að hrinda verkefnum í framkvæmd og þá gjarnan með stuðningi Frumkvæðissjóðs Betri Bakkafjarðar.

Fimmtudaginn 7. september var haldinn árlegur íbúafundur á Bakkafirði í tengslum við verkefnið Brothættar byggðir/Betri Bakkafjörður.

Verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar hittist á Þórshöfn um hádegisbil og heimsóknin hófst á fróðlegri kynningu á Kistunni, atvinnu- og nýsköpunarsetri, þar sem Sigríður Friðný Halldórsdóttir, nýráðinn verkefnastjóri Kistunnar tók á móti gestunum og sagði frá starfseminni.

Eftir heimsókn í Kistuna lá leiðin að Felli, þar sem Reimar bóndi sýndi nýja búningsaðstöðu fyrir þá sem vilja prófa og/eða stunda sjósund við Finnafjörðinn. Búningsaðstaðan er að talsverðu leyti smíðuð úr rekaviði sem aflað er á staðnum og Reimar hefur unnið úr. Því næst var haldið að Bjarmalandi við Djúpalæk, fæðingarstað Jónasar Kristjáns Einarssonar, m.ö.o. Kristjáns frá Djúpalæk. Þar tóku Hilma Steinarsdóttir og Eva María Hilmarsdóttir á móti gestunum með kaffiveitinum og frásögn Hilmu af tónleikaröð á Bjarmalandi í sumar. Á tónleikunum fluttu Kristín Heimisdóttir og Sigurður Jóhannes Jónsson tíu frumsamin lög við valin kvæði Kristjáns. Sjá nánari umfjöllun í Vikublaðinu hér.

Íbúar og velunnarar samfélagsins við Bakkaflóa fjölmenntu á íbúafundinn. Þar fór verkefnisstjóri, Gunnar Már Gunnarsson, yfir það helsta í verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta íbúafundi fyrir um ári síðan. Gunnlaugur Steinarsson, formaður Hverfisráðs steig því næst á stokk og greindi frá fyrirhuguðum íbúafundi sem hverfisráð Bakkafjarðar hyggst standa fyrir á næstunni. Á þeim fundi mun íbúum gefast kostur á samtali um þau áherslumál sem hverfisráð ætti að standa fyrir til eflingar byggðarlagsins. Gunnlaugur hvatti íbúa til að taka virkan þátt og til samstöðu og samtakamáttar. Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar kynnti lánamöguleika Byggðastofnunar til fyrirtækja í landsbyggðunum. Jafnframt hvatti hún fundargesti til þátttöku á málþingi Brothættra byggða sem haldið verður þann 5. október nk. á Raufarhöfn í tilefni af þeim tímamótum að verkefnið hefur nú staðið yfir í um áratug.

Sigríður Friðný Halldórsdóttir kynnti því næst Kistuna fyrir fundargestum og þá möguleika til vaxtar sem skapast með þessari nýju starfsemi. Sigurður Þór Guðmundsson oddviti Langanesbyggðar greindi frá því að stjórn Byggðastofnunar hefði ákveðið að samþykkja beiðni Langanesbyggðar um framlengingu á verkefninu Betri Bakkafjörður um eitt ár, til loka árs 2024. Hann hvatti íbúa til virkrar þátttöku í verkefninu hér eftir sem hingað til og lagði áherslu á að verkefninu yrði fundinn farsæll farvegur eftir að Byggðastofnun dregur sig í hlé. Á viðbótarárinu gæfist ráðrúm til að móta þennan farveg, einkum með tilkomu Kistunnar, atvinnu- og þróunarseturs.

Nokkrir styrkþegar greindu frá fjölbreyttum frumkvæðisverkefnum. Reimar Sigurjónsson sagði frá nýja sjósundskýlinu í Finnafirði, Hilma Steinarsdóttir greindi frá stofutónleikum á Bjarmalandi, Ólafur Björn Sveinsson sagði frá endurbótum á björgunarsveitarhúsinu Arnarbúð, Eva María Hilmarsdóttir sagði frá bæjarhátíðinni Grásleppunni, Gunnar Már og Árni Bragi Njálsson sögðu frá verkefninu Tanginn með augum íbúa og Þórir Örn Jónsson sýndi myndband um vetrarmarkaðsátak sem ætlað er að laða að fleiri ferðamenn í byggðarlagið að vetrarlagi.

Þrír þingmenn kjördæmisins mættu á íbúafundinn og ávörpuðu fundargesti, þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg), Líneik Anna Sævarsdóttir (Framsókn) og Jódís Skúladóttir (Vg).

Næst var fundargestum skipt í hópa þar sem hófust umræður um starfsmarkmið verkefnisáætlunar Betri Bakkafjarðar og rætt hvernig viðbótarár gæti sem best nýst byggðarlaginu. Í því samhengi var einkum horft til tengsla við Kistuna og hvernig mætti festa árangurinn sem þegar hefur náðst í sessi jafnt sem að búa svo um hnútana að verkefnið lifi áfram eftir að Byggðastofnun dregur sig í hlé í árslok 2024.

Í lok fundar var fundargestum boðið í kvöldverð í Arnarbúð, hús björgunarsveitarinnar, en þar reiddi Þórir Örn hjá NorthEast fram ljúffengar veitingar og Arnar Freyr spilaði nokkur lög fyrir gesti. Virkilega góður dagur á Bakkafirði og í Langanesbyggð sem endaði í gamla vigtarskúrnum þar sem Eva María Hilmarsdóttir sagði frá sýningunni „Gunnólfsvíkurfjallið er svo blátt“ en það verkefni er eitt af þeim verkefnum sem hafa fengið styrk úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar.

Hér má sjá myndir frá íbúafundinum ásamt nokkrum myndum sem teknar voru þegar verkefnisstjórn og gestir sóttu nokkra styrkþega heim. Myndirnar tóku Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir hjá Byggðastofnun.

 

Nánari upplýsingar veita Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, umsjónaraðilar Brothættra byggða hjá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389