Fara í efni  

Fréttir

Eyrbyggja, Skaftfell og Landnámssetrið tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum þriðjudaginn 10. febrúar kl. 16.00 og er það í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt.


Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda en þau eru Eyrbyggja, sögumiðstöð Grundarfirði, Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi,  Landnámssetur Íslands, Borgarnesi.

Eitt framangreindra verkefna hlýtur Eyrarrósina; fjárstyrk að upphæð kr. 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag. Öll verkefnin hljóta að auki flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra flytur ávarp við athöfnina.

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds, sem m.a. kemur fram á Stofutónleikum Listahátíðar í vor flytur eigin tónlist fyrir gesti.

Fyrstu Eyrarrósina, sem afhent var árið 2005, hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði; 2006 féll hún í skaut LungA, Listahátíðar ungs fólks á Austurlandi. Eyrarrósina 2007 hlaut Strandagaldur á Hólmavík og í janúar á síðasta ári kom hún í hlut hinnar ísfirsku Rokkhátíðar alþýðunnar; Aldrei fór ég suður.

Tilkynnt verður um áframhaldandi samstarf og undirritun samnings aðstandenda Eyrarrósarinnar; Flugfélags Íslands, Byggðastofnunar og Listahátíðar í Reykjavík.

Markmiðið með Eyrarrósinni er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

Auglýst var eftir umsóknum í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir og söfn.

Verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefna og velja verðlaunahafa.

Nánar um tilnefningarnar:

Eyrbyggja, sögumiðstöð 
Eyrbyggja, sögumiðstöð er menningarmiðstöð Grundarfjarðar í fallegu húsi í hjarta bæjarins. Sögumiðstöðin leiðir fjölbreytta starfsemi á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og safnastarfs, sem og öflugt menningarstarf fyrir heimamenn á öllum aldri. Eyrbyggja, sögumiðstöð hefur sinnt því hlutverki að safna, rannsaka, miðla og varðveita minjar um sögu svæðisins einstaklega vel. Í sögumiðstöðinni er jafnframt lögð rík áhersla á sagnalist þar sem endurreisn sagnahefðar og þjóðsagna er í fyrirrúmi og hefur þar m.a. verið staðið að fyrstu alþjóðlegu sagnahátíðinni á landinu. Eyrbyggja, sögumiðstöð glæðir Grundarfjörð og Snæfellsnes allt lífi með fjölbreyttri starfsemi og eflir um leið vitund almennings um menningararf og sögu.

Skaftfell,miðstöð myndlistar á Austurlandi
stendur í sögufrægu húsi í gamla bænum á Seyðisfirði og er sérstaða þess óumdeild. Með sýningum á framsækinni myndlist, innlendri og erlendri, rekstri gestavinnustofu allt árið um kring og fræðslutengdum verkefnum fyrir skólabörn, hefur Skaftfell ekki einungis sýnt fram á afar metnaðarfullt starf, heldur einnig sannað gildi sitt sem skapandi og lifandi afl á Austurlandi. Skaftfell var stofnað til að heiðra minningu listamannsins Dieter Roth, en dvöl hans á Seyðisfirði hefur veitt listamönnum mikinn innblástur. Skaftfell laðar að listamenn og listunnendur alls staðar að og eflir með þeim hætti atvinnusköpun á ýmsum sviðum menningar sem og ferðamannastraum á Austurlandi.

Landnámssetur Íslands, Borgarnesi
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Landnámssetur Íslands skipað sér traustan sess í menningarflóru landsins með áherslu á að kynna landnám Íslands og Íslendingasögurnar með nýstárlegum hætti. Hinu metnaðarfulla hlutverki þess að fræða, miðla og skemmta hefur verið afar vel tekið af innlendum sem og erlendum gestum. Það má ekki síst merkja af stöðugum straumi fólks af höfuðborgarsvæðinu og öllu landinu sem flykkist til að sjá rómaðar leik- og sögusýningar. Landnámssetur Íslands er mikil lyftistöng fyrir Borgarnes og nágrenni, iðandi af lífi og krafti og óhætt að fullyrða að það hafi auðgað menningarlífið á svæðinu.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389