Fréttir
Eyrarrósarlistinn 2016 birtur
Listi yfir tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár.
Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Eyrarrósarlistinn 2016 birtir nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu. Þann 2. febrúar næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Eyrarrósarlistinn 2016:
- Act Alone
- Að – þáttaröð N4
- Barokksmiðja Hólastiftis
- Eldheimar
- Ferskir vindar
- Northern Wave
- Reitir
- Rúllandi snjóbolti
- Sauðfjársetur á Ströndum
- Verksmiðjan á Hjalteyri
Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn um miðjan febrúar næstkomandi í Frystiklefanum að Rifi.
Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.
Nánar um verkefnin á Eyrarrósarlistanum 2015
Act Alone
Leiklistarhátíðin Act Alone er haldin árlega á Vestfjörðum yfir sumartímann og fagnar í ár þrettán ára afmæli sínu. Sérstaða Act Alone felst í því að hún er meðal fárra leiklistarhátíða í heiminum sem helgar sig einleiknum og einnig hefur hún aukið aðgengi almennings að þessu sérstaka leikhúsformi með því að hafa ókeypis á allar sýningar. http://actalone.net
Að - þáttaröð N4:
N4 hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir vandaða umfjöllun um menningu og mannlíf, fyrst á Norðurlandi en nú einnig á Austurlandi og Suðurlandi. Í ár mun Vesturland bætast í hópinn. Að – þáttaröðin er 30 mínútna þáttur sem sýndur er þrisvar í viku. Í þáttunum er lögð áhersla á fjölbreytta og uppbyggilega umfjöllun á sviði menningar- og lista, nýsköpunar og atvinnulífs. http://n4.is/
Barokksmiðja Hólastifts:
Markmið Barokksmiðju Hólastiftis eru að kynna barokktónlist fyrir tónlistarfólki og almenningi, auka áhugann á þessu tímabili tónlistarsögunnar og fjölga tækifærum starfandi tónlistarfólks til að taka þátt í metnaðarfullu tónlistarstarfi í háum gæðaflokki. Barokksmiðjan stendur á ári hverju fyrir Barokkhátíðinni á Hólum þar sem haldnir eru tónleikar, fyrirlestrar og námskeið fyrir tónlistarfólk og gesti. http://barokksmidjan.com/
Eldheimir
Eldheimar er safn, menningar- og fræðslusetur tileinkað eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973. Markmið Eldheima er að miðla fróðleik um Heimaeyjargosið sem og sögu Surtseyjar, sem rekin er sérstaklega í Surtseyjarstofu. Auk fastra sýninga safnsins er þar reglulega haldnir tónleikar og myndlistarsýningar, auk annarra fjölbreyttra viðburða. http://eldheimar.is
Ferskir vindar
Ferskir vindar er alþjóðleg listahátíð í Garði. Markmið hátíðarinnar er að skapa lifandi umhverfi sem allir njóta góðs af og færa listina til fólksins. Þeir listamenn sem taka þátt í hátíðinni dvelja í fimm vikur í Garði við listsköpun sína og standa fyrir ýmis konar sýningum og uppákomum á með dvölinni stendur. Með listahátíðinni er verið að efla menningu og listir á Suðurnesjum og laða að ferðamenn utan háannatíma. www.fresh-winds.com/
Northern wave
Á hverju ári er alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave haldin í Grundarfirði. Hátíðin fer fram yfir eina helgi og býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar viðburða.. Hátíðin hefur beint sjónum kvikmyndagerðarmanna að Grundarfirði sem tökustað, en þar hafa verið teknar upp stuttmyndir, heimildamyndir og þáttaraðir fyrir sjónvarp. http://northernwavefestival.com
Reitir
Sumarsmiðjan Reitir býður árlega 20 skapandi einstaklingum frá öllum heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju.Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman fólki úr ólíkum áttum og starfsgreinum myndi fjölbreytt reynsla þáttakenda grunn að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð. Markmið smiðjunnar er að vera virkur þáttur í menningaruppbyggingu Siglufjarðar, í samstarfi við íbúa staðarins. http://reitir.com
Rúllandi snjóbolti
Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) og hefur verið haldin frá árinu 2014 í gömlu Bræðslunni á Djúpavogi. Sumarið 2015 voru sýnd verk 26 samtímalistamanna frá Kína, Hollandi, Íslandi og víðar. Verkefnið eflir tengsl listamanna í Evrópu og Asíu og beinir einnig sjónum að fjölbreyttu menningarstarfi Austfirðinga. http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=3112
Sauðfjársetur á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002. Jafnan eru uppi fjórar sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Þar er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind og handverks- og minjgagripabúð. Auk þessa stendur Sauðfjársetrið fyrir fjölda viðburða á ári hverju, þar sem markhópurinn er bæði heimamenn og ferðafólk. Á síðustu árum hefur þessi dagskrá þróast mjög og viðburðum fjölgað. https://saudfjarsetur.is/
Verksmiðjan Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri var stofnsett af listafólki á Norðurlandi sumarið 2008 með það að markmiðið að reka listamiðstöð, sýningarsali og gestavinnustofur í gamalli síldarverksmiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð. Verksmiðjan hefur óslitið í þessi átta ár staðið fyrir framsæknu myndlistar- og menningarstarfi sem hefur dregið að fjölda áhugasamra gesta og listamanna og eru umsvif hennar í stöðugum vexti. http://verksmidjan.blogspot.com/
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember