Fara í efni  

Fréttir

Eyrarrósarlistinn 2014 birtur í fyrsta sinn

Eyrarrósarlistinn 2014 birtur í fyrsta sinn
Eyrarrósin 2014

Met­fjöldi umsókna er í ár til Eyr­ar­rós­ar­innar, við­ur­kenn­ingar til framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efna á starfs­svæði Byggða­stofn­unar, en fjöru­tíu og sex fjöl­breytt verk­efni víða um land sóttu um. Eyr­ar­rósin beinir sjónum að og hvetur til menn­ing­ar­legrar fjöl­breytni, nýsköp­unar og upp­bygg­ingar á sviði menn­ingar og lista. Að verð­laun­unum standa Byggða­stofnun, Flug­fé­lag Íslands og Lista­há­tíð í Reykja­vík.

Sú nýbreytni er nú tekin upp á tíu ára afmæli Eyr­ar­rós­ar­innar að í stað þriggja til­nefndra verk­efna, er nú birtur Eyr­ar­rós­arlist­inn 2014, listi yfir tíu verk­efni sem mögu­leika eiga á því að hljóta Eyr­ar­rós­ina í ár.  Þann 23. janúar næst­kom­andi verður sagt frá því hvaða þrjú hljóta við­ur­kenn­ingu. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyr­ar­rós­ina, 1.650.000 krónur og flug­ferðir inn­an­lands frá Flug­fé­lagi Íslands en tvö verk­efni hljóta 300.000 króna við­ur­kenn­ingu og flug­ferðir frá Flug­fé­lagi Íslands.

Eyr­ar­rós­arlist­inn 2014 er:

  • Verksmiðjan Hjalteyri
  • Hammondhátíð Djúpavogs
  • Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri
  • Skrímslasetrið
  • Tækniminjasafn Austurlands
  • Reitir
  • Áhöfnin á Húna
  • Bær
  • Kómedíuleikhúsið
  • Þjóðahátíð Vesturlands

Eyr­ar­rósin verður afhent með við­höfn laug­ar­dag­inn 15. febrúar næst­kom­andi í Menn­ing­ar­mið­stöð­inni Skaf­telli á Seyð­is­firði. Dor­rit Moussai­eff for­setafrú, vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­innar, afhendir verð­launin að vanda.

Nánar um verkefnin:

Verk­smiðjan Hjalteyri

Verk­smiðjan á Hjalteyri, lista– og menn­ing­ar­mið­stöð, hóf starf­semi sína árið 2008 þegar hópur lista­manna á Norð­ur­landi stofn­aði félag með það að mark­miði að gang­setja á ný, með nýjum hætti, síld­ar­verk­smiðj­una á Hjalteyri við Eyja­fjörð. Verk­smiðjan á Hjalteyri hefur sér­stöðu hvað varðar stað­setn­ingu og hún stendur fyrir lif­andi menn­ing­ar­starf­semi við sér­stakar, nátt­úr­legar og sögu­legar aðstæður. Hún gerir lista­mönnum nær og fjær kleift að fram­leiða og sýna verk sín í óhefð­bundnu, skap­andi sýn­inga­rými um leið og hún gæðir lífi sögu­fræga og ein­staka bygg­ingu sem stóð auð og ónotuð í langan tíma. http://www.verksmidjanhjalteyri.com/

Hammond­há­tíð Djúpavogs

Hammond­há­tíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2006 og er nú stærsti menn­ing­ar­við­burður Djúpa­vogs. Meg­in­markmið hennar er að heiðra og kynna Hammondorg­elið og bjóða tón­list­ar­mönnum að leika listir sínar á það í þriggja daga dag­skrá þar sem org­elið er rauði þráð­ur­inn. List­inn yfir þá tón­list­ar­menn og hljóm­sveitir sem komið hafa fram á hátíð­inni í gegnum tíð­ina er orð­inn langur og glæsi­legur. Fjöl­margir aðrir við­burðir hafa sprottið upp í tengslum við hátíð­ina einkum í tengslum við hand­verk og hönnun. Hammond­há­tíð 2014 verður sett á Djúpa­vogi sum­ar­dag­inn fyrsta, þann 24. apríl. http://hammond.djupivogur.is/

Kammer­tón­leikar á Kirkjubæjarklaustri

Kammer­tón­leikar á Kirkju­bæj­arklaustri er árleg söng­há­tíð sem haldin verður í tutt­ug­asta og fjórða sinn dag­ana 27. – 29. júní í sumar. Á hátíð­inni kemur saman tón­listar­fólk víða af land­inu og er hún ómiss­andi vett­vangur bæði fyrir heima­menn og ferða­menn í Skaft­ár­hreppi sem fá tæki­færi til að njóta lif­andi flutn­ings klass­ískrar tón­listar lista­manna í fremstu röð. Hátíðin leggur jafn­framt rækt við tón­list­ar­upp­eldi yngstu kyn­slóð­ar­innar með tón­list­arsmiðju fyrir börn.  www.kammertonleikar.is

Skrímsla­setrið

Skrímsla­setrið á Bíldu­dal er byggt upp af brott­fluttum Arn­firð­ingum í Reykja­vík og heima­mönnum á Bíldu­dal. Þar er haldið utan um þann þátt þjóð­ar­arfs Íslend­inga sem skrímsla­sögur eru. Setrið er byggt á rann­sókn­ar­vinnu Þor­valdar Frið­riks­sonar frétta­manns, en hann hefur safnað yfir fjögur þús­und frá­sögnum um sam­skipti Íslend­inga við sjó­skrímsli. Í Skrímsla­setr­inu eru sög­urnar sýndar á lif­andi hátt með nútíma­tækni. Verk­efnið hefur laðað til sín fjölda ferða­manna og gert Bíldu­dal að enn áhuga­verð­ari stað að heim­sækja. www.skrimsli.is

Tækni­m­inja­safn Austurlands

Tækni­m­inja­safn Aust­ur­lands er í sex gömlum húsum á svo­kall­aðri Wat­hnestorfu á Seyð­is­firði. Þar er öfl­ugt sýn­inga­hald auk hinnar árlegu Smiðju­há­tíðar að sumri. Safnið starfar enn­fremur sem byggða­safn um sögu Seyð­is­fjarðar og hefur upp­bygg­ing svæð­is­ins skapað aðlað­andi úti­vist­ar­svæði sem til­valið er fyrir göngu­ferðir og sam­veru í fræð­andi umhverfi.www.tekmus.is

Reitir

Frá árinu 2012 hefur verk­efnið Reitir boðið árlega um þrjá­tíu lista­mönnum víðs vegar að úr heim­inum til Siglu­fjarðar til að taka þátt í til­rauna­kenndri nálgun við hina hefð­bundnu listsmiðju. Fjöl­breytt reynsla og ólíkur bak­grunnur þátt­tak­enda verður þar upp­spretta nýstár­legra verka sem á einn eða annan hátt fjalla um Siglu­fjörð. Með virkri þátt­töku íbúa hefur á stuttum tíma orðið til grunnur að þverfag­legu tengslaneti og skap­andi alþjóða­sam­starfi sem veitt hefur bæj­ar­búum nýja sýn á umhverfi sitt.www.reitir.com

Áhöfnin á Húna

Áhöfnin á Húna er sam­starfs­verk­efni tólist­ar­manna og Holl­vina Húna II. Áhöfnin á Húna vakti mikla athygli síð­ast­liðið sumar þegar Húni II sigldi hring­inn í kringum landið. Haldnir voru 16 tón­leikar í sjáv­ar­byggðum lands­ins. Rík­is­út­varpið fylgdi sigl­ing­unni eftir með beinum útsend­ingum frá tón­leikum áhafn­ar­innar sem og sjón­varps– og útvarps­þátta­gerð þar sem lands­mönnum öllum gafst tæki­færi til að fylgj­ast með ævin­týrum áhafn­ar­innar. Húni II hefur á und­an­förnum árum vakið athygli fyrir áhuga­vert starf í menn­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ustu og er sam­starf hans við tón­listar­fólkið í Áhöfn­inni á Húna liður í að efla það enn frekar.

Bær

Í lista­setr­inu Bæ á Höfða­strönd í Skaga­firði hefur verið byggð upp ein­stök aðstaða fyrir inn­lenda og erlenda sjón­lista­menn og arki­tekta til list­sköp­unar. Í end­ur­byggðum bragga, úti­húsum og íbúð­ar­húsi dvelja smáir hópar alþjóð­legra lista­manna yfir sum­ar­tím­ann sem oftar en ekki mynda sterk tengsl við umhverfið og nærsam­fé­lagið meðan á dvöl þeirra stendur. Tvisvar á sumri eru haldnar vinnu­stofu­sýn­ingar á verkum þeirra, en auk þeirra eru í Bæ reglu­legir tón­leikar og einkasýningar. www.baer.is

Kómedíu­leik­húsið

Kómedíu­leik­húsið er fyrsta atvinnu­leik­húsið á Vest­fjörðum og hefur á und­an­förnum sex­tán árum sett á svið um fjöru­tíu leik­verk sem öll byggja á vest­firsku efni, sögu og menn­ingu. Leik­húsið sýnir verk sín um land allt og stendur að útgáfu hljóð­bóka. Kómedíu­leik­húsið ein­beitir sér að ein­leikja­form­inu og stendur árlega fyrir hinni kómísku ein­leikja­há­tíð Act alone sem vakið hefur athygli hér heima og erlendis. www.komedia.is 

Þjóða­há­tíð Vesturlands

Á Þjóða­há­tíð Vest­ur­lands, sem Félag nýrra Íslend­inga stendur að, gefst gestum tæki­færi til að njóta fjöl­breyttrar menn­ingar– og skemmti­dag­skrár, bragða á góm­sætum réttum frá mörgum löndum og þiggja alls kyns fróð­leik og upp­lýs­ingar um menn­ingu og þjóðir þeirra sem taka þátt. Þjóða­há­tíð er orð­inn fastur liður í dag­skrá Vöku­daga á Akra­nesi og Borg­ar­nesi og laðar að sér mik­inn fjölda gesta á hverju ári, enda er mik­ill metn­aður lagður í fram­kvæmd hennar í góðu sam­starfi við skóla, félaga­sam­tök og íbúa á svæðinu.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389