Fréttir
Evrópuáætlanir og sveitarfélög
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir ráðstefnu um áætlanir Evrópusambandsins þriðjudaginn 3. júní nk.
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við landsskrifstofur áætlananna hér á landi og verður hún sérsniðin að þörfum sveitarfélaga, landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga.
Þannig verða aðeins kynntar þær áætlanir ESB sem henta þessum aðilum og einungis sá hluti hverrar áætlunar þar sem sóknarfæri þeirra liggja. Byggðastofnun mun kynna Norðurslóðaáætlun 2007-2013 sem er eina svæðaáætlun Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í. Sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög hafa verið virkir þátttakendur í fjölda verkefna innan Norðurslóðaáætlunar með góðum árangri.
Áætlanir Evrópusambandsins
Kynning á sóknarfærum sveitarfélaga, landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga
Á síðasta ári hófst nýtt tímabil áætlana Evrópusambandsins og þar með sköpuðust tækifæri fyrir íslensk sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög að taka þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með sambærilegum aðilum annarsstaðar í Evrópu. Áætlanirnar spanna mörg svið eins og sjá má að þessari upptalningu:
- Menning 2007. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi þeirra sem starfa að menningarmálum og efla þannig menningu og menningararf Evrópu.
- Menntaáætlun. Markmið áætlunarinnar er efla og bæta skólastarf og menntun.
- Æskulýðsáætlun. Áætlunin miðar að því að efla samstarf ungs fólks innan Evrópu en einnig milli Evrópu og annarra heimshluta. Veittir eru styrkir til stofnana og félagasamtaka sem vinna að uppbyggilegum verkefnum fyrir fólk á aldrinum 13 - 30 ára.
- Progress. Áætlunin miðar m.a. að því að bæta aðstæður á vinnumarkaði og verður áhersla lögð á fimm flokka, þ.e. vinnumál, félagslega velferð og aukna þátttöku jaðarhópa í samfélaginu, bætta vinnuvernd og hollustu á vinnustöðum, aðgerðir til að draga úr mismunum og leiðir til að auka fjölbreytni og loks jafnréttismál.
- Daphne III. Markmið áætlunarinnar er að leita leiða til stemma stigu við hverskyns ofbeldi.
- Forvarnaráætlunin. Markmið áætlunarinnar er draga úr neyslu vímuefna og bæta samstöðu um þessi viðfangsefni m.a. með aukinni upplýsingagjöf og þekkingarmiðlun milli landa.
- Lýðheilsuáætlunin. Markmið áætlunarinnar er að bæta lífsgæði, ekki síst barna og aldraðra. Meðal þátta sem horft er til er matarræði, forvarnir, umhverfi og gæði þess.
- e – content Plus. Markmið áætlunarinnar er að bæta aðgengi og notkun almennings á rafrænum upplýsingum.
- IDABC (2005 – 2009). Markmið áætlunarinnar er að ýta undir notkun upplýsingatækni í opinberri stjórnsýslu og að bæta upplýsingaflæði á milli opinberra stofnana (bæði ríkis og sveitarfélaga) og einstaklinga. Þá er einnig lögð sérstök áhersla á að þróa lausnir við rafræn innkaup.
- Norðurslóðaáætlunin. Markmið áætlunarinnar er að styrkja jaðarbyggðir Evrópu á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála. Einkum er lögð áhersla á tvennt, þ.e. annarsvegar ýmiskonar nýsköpun og samkeppnishæfni og hinsvegar sjálfbæra nýtingu auðlinda og eflingu samfélaga.
- Samkeppnis- og nýsköpunaráætlunin (CIP). Markmið áætlunarinnar er að styrkja samkeppnishæfni einstakra svæða og er henni skipt í þrjá aðalflokka, þ.e. framfarir og nýjungar, upplýsingatækni og loks nýtingu umhverfisvænna orkulinda.
- Almannavarnir. Markmið áætlunarinnar er að styrkja almannavarnir hvort sem um er að ræða hættu frá náttúrunni eða af mannavöldum.
- 7. rammaáætlun Evrópusambandsins. Áætlunin er samheiti yfir margar og fjölbreyttar undiráætlanir og verkefni á ýmsum sviðum er m.a. varða sveitarfélög.
- Europe for Citizens. Áætlunin er sérstaklega sniðin fyrir sveitarfélög og félagasamtök en markmið hennar er að efla tengslanet (twinning) og miðla þekkingu á milli sveitarfélaga-/félagasamtaka í Evrópu. Veittir eru styrkir til funda- og ráðstefnuhalds, ferðakostnaður o.fl. Fjölmörg sveitarfélög í Evrópu hafa komið sér upp tengslum við önnur sveitarfélög fyrir tilstuðlan þessarar áætlunar á árunum 2000 - 2006. Ekki er búið að ganga endanlega frá samningi um aðgang EES landanna að þessari áætlun en vonast er til að það gerist síðar á þessu ári.
Í könnun sem gerð var meðal sveitarfélaga árið 2006 kom í ljós að rétt rúmlega fjórðungur þeirra hafði tekið þátt í erlendu samstarfsverkefni, oftast á vegum Evrópusambandsins. Reynsla þeirra af þátttöku í slíku verkefni var mjög góð og vildu flest þeirra taka þátt í fleiri verkefnum enda ávinningurinn umtalsverður. Langflest þeirra sveitarfélaga sem ekki höfðu reynslu á þessu sviði vildu einnig gjarnan taka þátt í erlendu samstarfsverkefni.
Með ráðstefnunni vill Samband íslenskra sveitarfélaga aðstoða sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög við að kynna sér sóknarfæri innan núgildandi áætlana. Ráðstefnan fer þannig fram að fyrrihluta dags munu fulltrúar landskrifstofanna kynna sóknarfærin, í stuttu máli, en seinnipart dags gefst gestum kostur á að leita ráða hjá þeim og afla frekari upplýsinga. Þá verður einnig gefið út sérstakt kynningarefni af þessu tilefni.
Einsog áður segir verður ráðstefnan haldin þriðjudaginn 3. júní og hefst hún kl. 8.30 og lýkur væntanlega um kl. 16.00. Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli í Reykjavík og er aðgangseyrir kr. 2.000 á mann en innifalið í því verði eru kaffiveitingar og kynningarefni.
Skráning á ráðstefnuna er á vefslóðinni: http://www.samband.is/form.asp?id=2380
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember