Fara í efni  

Fréttir

ESPON: Byggðastofnun semur við HA um hlutverk tengiliðs

Nú í mars undirrituðu Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, samning um að HA gegni hlutverki tengiliðs ESPON á Íslandi.


Byggðarannsóknir á fyrsta starfstímabili ESPON-áætlunarinnar, 2002-2006, voru miklar að umfangi, fólu í sér samstarf á nnað hundrað evrópskra háskóla og rannsóknastofnana, mikla þekkingaröflun og útgáfu en mestum upplýsingum er þó komið á framfæri á heimasíðu ESPON, http://www.espon.eu/.

ESPON-rannsóknir hafa þegar haft áhrif á stefnumótun ESB í byggðamálum og mikilvægt fyrir Ísland að fylgjast með þeirri vinnu og mikilvægt fyrir íslenska háskóla að fá tækifæri til samstarfs við evrópska háskóla á þessu sviði. Ísland tekur þátt í ESPON á nýja starfstímabilinu frá 2007 til 2013 og hefur Byggðastofnun, í umboði iðnaðarráðuneytisins, umsjón með því starfi og hafa starfsmenn Byggðastofnunar setið fundi stjórnarnefndar ESPON.

Byggðastofnun hefur með samninginum falið Háskólanum á Akureyri hlutverk tengiliðs ESPON á Íslandi, að tengja íslenska og evrópska háskóla og rannsóknastofnanir á sviði byggðarannsókna. Fyrir Háskólann á Akureyri verður dr. Grétar Þór Eyþórsson ábyrgðarmaður tengistarfsins sem á enskri tungu, tungumáli ESPON, er nefnt ESPON Contact Point eða ECP.

Byggðastofnun hefur miklar væntingar til ESPON-starfsins, til öflugrar þátttöku íslenskra háskóla í fjölþjóðlegum byggðarannsóknum og áhrif hennar á umræðu og stefnumótun í byggðamálum á Íslandi. Hlutverk tengiliðs ESPON er mikilvægt í þessu ljósi og Byggðastofnun telur það í góðum höndum í Háskólanum á Akureyri.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389