Fréttir
ESA samþykkir íslenskt byggðaaðstoðarkort fyrir tímabilið 2022-2027
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í dag byggðakort sem íslensk stjórnvöld tilkynntu sem tilgreinir þau svæði hvar heimilt er að veita svæðisbundina ríkisaðstoð.
EES samningurinn kveður á um heimild til að veita ríkisaðstoð til að efla hagþróun á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Markmið slíkrar byggðaaðstoðar er að efla byggðaþróun og jafnframt tryggja jafna samkeppni á öllu EES svæðinu.
Í ákvörðuninni sem birt var í dag samþykkir ESA byggðakortið sem Ísland lagði fram, en það var metið samkvæmt nýjum leiðbeinandi reglum um byggðaaðstoð sem ESA samþykkti 1. desember 2021. Kortið gildir til 31. desember 2027, og verður endurskoðað á miðju tímabilinu árið 2023.
Svæðið sem tilgreint er á íslenska byggðakortinu 2022–2027 er landsbyggðin.
Hámarkshlutfall aðstoðarinnar verður 20% fyrir stór fyrirtæki. Við það bætist 20% hækkun fyrir lítil fyrirtæki og 10% fyrir meðalstór fyrirtæki. Samkvæmt þessu geta því minni fyrirtæki fengið meiri byggðaaðstoð en stærri fyrirtæki sem hlutfall af styrkhæfum kostnaði. Þessi hámarksaðstoðarhlutföll gilda þó ekki þegar um er að ræða aðstoð til stórra fjárfestingaverkefna.
Byggðaaðstoðarkortið sem slíkt felur hvorki í sér að veitt hafi verið ríkisaðstoð né að ESA hafi gefið leyfi fyrir veitingu ríkisaðstoðar. Hlutverk byggðakortsins er að tilgreina svæði sem geta fengið byggðaastoð á tímabilinu 2022–2027 í samræmi við reglur EES um slíka aðstoð.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember